Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir 50 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Guðlaug kveður eftir 50 ár!

Sunnudaginn 21. maí sl.  var síðasta vaktin hjá Guðlaugu P. Sigmundsdóttur, starfsmanni á Vitatorgi á Hrafnistu í Reykjavík. Guðlaug hóf störf á Hrafnistu árið 1967 og náði því að starfa fyrir Hrafnistuheimilin í 50 ár. Guðlaug er annar starfsmaðurinn í sögu Hrafnistu til að ná þessum merka áfanga í starfsaldri en líklega munu ekki fleiri ná því enda mjög sjaldgæft í dag að fólk sé 50 ár á sama stað.

Í tilefni tímamótanna var haldin veisla til heiðurs Guðlaugu, í lok þessarar síðustu vaktar. Þar var henni færður blómvöndur, kveðjugjöf frá samstarfsfólki og hálsmen sem kveðjugjöf frá Hrafnistu. Að auki fékk Guðlaug í þakkarskyni fyrir 50 árin, gjafabréf hjá ÚrvalÚtsýn að andvirði 350.000 kr. sem vonandi nýtist vel. Guðlaugu þökkum við kærlega fyrir störf og framlag sitt í sögu Hrafnistu - og til öldrunarmála á Íslandi. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni!

 

Á meðfylgjandi mynd er Guðlaug ásamt samstarfsfólki sínu á síðustu vaktinni.

  • Til baka takki

    Banners neðst á forsíðu 1

    Happdrætti DAS