Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Mikilvægi persónulegra sýkingarvarna svo ekki þurfi að grípa til heimsóknartakmarkana

 

Kæru íbúar og aðstandendur.

Eins og staðan er í dag er mikil aukning á fjölda þeirra sem greinast með COVID-19 í samfélaginu. Hrafnistuheimilin hafa verið án heimsóknartakmarkana síðan í vor og telur Neyðarstjórn Hrafnistu mikilvægt að íbúar og aðstandendur þeirra geti haldið áfram að njóta samvista án heimsóknartakmarkana.

Til að svo megi verða áfram vill neyðarstjórn Hrafnistu minna aðstandendur á:

  • Mikilvægi persónulegra  sýkingavarna s.s. handþvott og handsprittun.
  • Að koma ALLS ekki í heimsókn ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til COVID-19 eða önnur almenn einkenni um veikindi.

Alls ekki koma í heimsókn ef: 

a. þú ert með COVID-19 eða flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).

b. þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

c. þú ert með COVID-19.

d. ekki eru liðnir 5 dagar frá því þú greindist með COVID-19.

e. þú ert með einkenni eftir COVID-19 þó að liðnir séu meira en 5 dagar frá greiningu.

Neyðarstjórn Hrafnistu leggur áherslu á að staðan getur breyst mjög hratt og mögulegt er að grípa þurfi til frekari aðgerða og takmarkana ef þörf krefur.

Fjórði skammtur bóluefnis gegn COVID-19

Heilbrigðisyfirvöld mæla með fjórðu bólusetningunni fyrir alla sem eru 80 ára og eldri og fyrir alla íbúa hjúkrunarheimila (líka þá sem eru undir 80 ára). Margir íbúar Hrafnistuheimilanna hafa nú þegar þegið fjórðu bólusetninguna við COVID-19, en alls ekki allir. Við viljum hvetja ykkur, kæru íbúar, til að þiggja þá bólusetningu ef þið hafið ekki þegar fengið hana.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf til íbúa og aðstandenda fimmtudaginn 23. júní 2022

 

 

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur