Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Starfsfólk Hrafnistu í Boðaþingi lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2022

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_Lfshlaupsmeistarar-2022-Boaing.jpeg

 

Starfsfólk Hrafnistu í Boðaþingi bar sigur úr býtum í Lífshlaupskeppni Hrafnistuheimilanna árið 2022. Starfsfólk í Boðaþingi vann nokkuð örugglega þetta árið, var með flestar mínútur sem og flesta daga í hreyfingu í hlutfalli við fjölda starfsmanna. Þeim var í dag afhentur farandbikar til varðveislu í Kópavoginum næsta árið en bikarinn er búinn að vera í vörslu starfsfólksins á  Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ frá því í fyrra þar sem þau báru sigur úr bítum sem Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu árið 2021.  

Ísbæjarþing sigurvegari í liðakeppni Hrafnistu!

Ísbæjarþing, endurhæfingarteymi, fór með sigur af hólmi í liðakeppni Hrafnistu í Lífshlaupinu. Þær stöllur stóðu sig með eindæmum vel, en allir meðlimir hópsins hreyfðu sig eitthvað á hverjum degi átaksins. Samtals hreyfði hópurinn sig í 166 klukkustundir, sem gera rétt um 80 mínútur á degi hverjum á hvern meðlim. Vel gert!

Ekki langt undan voru Bomburnar í Laugarási, sem urðu í öðru sæti. Þar var heldur ekkert gefið eftir en þar hreyfðu sig sömuleiðis allir meðlimir hópsins alla dagana. Í þriðja sæti hafnaði síðan launa-og bókhaldsdeildin í Laugarási.

Til hamingju öll.

 

Við óskum öllu starfsfólki Hrafnistu sem tók þátt í Lífshlaupinu til hamingju með frábæra frammistöðu – Áfram Hrafnista!!

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur