Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Við heyrum loksins að það er verið að hlusta á okkur

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_2022-vital-vi-MFH-4-mars.jpeg

Viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu og varaformann SFV birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 4. mars sl.

„Við heyrum loksins að það er verið að hlusta á okkur“

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir breytingar á greiðslu hjálpartækja til íbúa hjúkrunarheimila frábært framfaraskref.

„Það er svo ánægjulegt að sjá hversu velviljaður heilbrigðisráðherra er gagnvart hjúkrunarheimilum. Við heyrum loksins að það er verið að hlusta á okkur,“ segir María Fjóla í samtali við Fréttablaðið. Fyrr í vikunni var greint frá því að íbúar hjúkrunarheimila gætu nú fengið styrki frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tiltekinna hjálpartækja sem áður var á hendi hjúkrunarheimila sjálfra að útvega.

„Við náttúrulega erum að tala fyrir hönd okkar skjólstæðinga og teljum að þarna sé verið að fullnægja þeirra sjálfsagða rétt að fá þau hjálpartæki sem þau þurfa á að halda,“ segir María Fjóla aðspurð um breytingarnar. Ekki hafi verið hægt að gera þær kröfur til hjúkrunarheimila að sjá um þennan hluta líka eingöngu með daggjöldum. Erfitt hafi verið að horfa upp á skjólstæðinga missa hjálpartækin við komuna á hjúkrunarheimilin.

„Þetta er frábært skref en það sem við eigum eftir að gera er að skoða þetta almennilega og sjá hvað þetta þýðir. En í fljótu bragði litið er þetta heilmikið framfaraskref gagnvart þjónustunni til okkar íbúa,“ segir María Fjóla og bætir við að þau séu virkilega þakklát og ánægð fyrir hönd íbúa hjúkrunarheimila.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur