Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Topp slide - reykjavik

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar veitir deild sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi veglegar gjafir

 

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar hafa  undanfarin ár styrkt Hrafnistu Hraunvangi myndarlega með veglegum gjöfum, sérstaklega deild sjúkraþjálfunar.

Lionshreyfingin sinnir góðgerðarmálum af miklum metnaði og mikilvægt að kynna vel fyrir almenningi það mikilvæga starf sem þeir inna af hendi.

Þann 12. apríl s.l. afhentu þeir með formlegum hætti sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi enn einn fjölþjálfa, en áður höfðu þessir heiðursmenn gefið  deildinni tvo sömu gerðar.

Þetta er ekki það eina sem Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur gefið sjúkraþjálfun á  Hrafnistu Hraunvangi. Klúbburinn hefur að stórum hluta tækjavætt tækjasal deildarinnar og án þeirra mikilvæga stuðnings gæti starfsfólk hennar alls ekki veitt eins góða og uppbyggilega þjónustu  og raun ber vitni.

Auk fjölþjálfanna þriggja hafa þeir m.a. gefið laser, fullkominn meðferðarbekk, Sarítu, vinnustóla og hulsu á bjúgpumpu deildarinnar. Verðmæti allra þessara tækja  hleypur á milljónum.

Þessum heiðursmönnum eru færðar alúðarþakkir fyrir þeirra frábæra starf.

 

F.h. sjúkraþjálfunardeildar Hrafnistu Hraunvangi

Bryndís F. Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og deildarstjóri.

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur