Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar og dagdvalar Garðabæjar fór fram á bóndadaginn 25. janúar sl. Þrátt fyrir að hafa ekki fylgt þeim forna sið að karlmenn færu fyrstir á fætur allra manna á heimilinu á bóndadaginn, færu úr að ofan, væru bæði berlæraðir og berfættir, færu í aðra skálmina og létu hina lafa, drægu hana á eftir sér á öðrum fæti, gengu svo til dyra, luku upp bæjarhurðinni, hoppuðu á öðrum fæti í kringum bæinn dragandi eftir sér brókina á hinum og buðu þorra velkomin í garð eða til húsa, varð blótið hin besta skemmtun. Borðin svignuðu af kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum. Kartín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona flutti helstu lög Ellýjar Vilhjálmsdóttur við mikinn fögnuð viðstaddra. Minni karla og minni kvenna var flutt og allir karlmenn fengu blóm. Um 120 manns mættu í blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Þúsund þakkir til allra sem að þessum fallega degi stóðu.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur