Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistuheimilunum Hraunvangi og Laugarási

Hátíðarguðsþjónusta var haldin á aðfangadag kl. 14:00 í  Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi. Salurinn var þétt skipaður af heimilisfólki og aðstandendum þeirra.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar var sungið, sem eingöngu er sungið á hátíðum.  Hátíðarkvartett söng en það voru þau Jóhanna Ósk Valsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Hjálmar Pétursson og Örvar Már Kristinsson. Forsöngvari var Jóhanna Ósk Valsdóttir.  Organisti var Kristín Waage. Heimilisfólkið tók undir og söng með fallegu jólasálmana og endað var með að syngja Heims um ból.

Á Hrafnistu Laugarási var hátíðarguðsþjónusta haldin á aðfangadag kl. 16:00. Hátíðarkvartett söng en það voru þau Ragnheiður Sara Grímsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Jón Helgason og Bragi Þór Valsson.  Forsöngvari og einsöngvari var Anna Sigríður Helgadóttir.  Anna Sigríður söng eftirminnilega Ave Mariu eftir Kaldalóns og Ó, helga nótt.  Organistinn var Bjartur Logi Guðnason.  Heimilisfólkið tók undir og söng með fallegu jólasálmana og endað var með að syngja Heims um ból.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á aðfangadag, bæði á Hraunvangi og í Laugarási.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur