Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 19. júní 2020 - Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 19. júní 2020.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Íslenska sumarið ber alltaf yfir sér sjarma. Þá hlýnar ekki aðeins í andrúmsloftinu, heldur finnur maður að að það hlýnar líka í hjarta okkar.

En talandi um hlýtt hjarta, þá var það eitt af því fyrsta sem ég varð var við þegar ég kom fyrst til starfa hjá Sjómannadagsráði, en það var hve umhyggjan og alúðin var mikil hjá starfsfólkinu.

Í þessari viku kynntum við til leiks nýjan mannauðsstjóra Hrafnistu, Jakobínu H. Árnadóttir, sem við ákváðum að treysta fyrir því mikilvæga verkefni að halda áfram að þróa mannauð okkar. Um leið og ég býð hana velkomna til starfa, þá vil ég þakka í leiðinni Berglindi Björk Hreinsdóttur fyrir það góða starf sem hún  lagði okkur til.

Jakobína var valin úr hópi margra góðra umsækjenda sem gaman var að hitta og finna þar fyrir þeim mikla krafti og þekkingu sem er að finna hjá ungum stjórnendum í dag. Þegar við sem tókum viðtölin við þau spurðum þau hvernig þeim litist nú á starfið, þá töluðu þau öll í sömu mund, þ.e. þetta með góða hjartað og það göfuga markmið sem við vinnum að.

Af þessu getum við sem hér störfum verið stolt og ég óska þess að sumarið færi ykkur enn meiri hlýju og kærleika. Sjáumst hress og endurbætt eftir sumarfrí.

 

Sigurður Garðarsson

Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og

starfandi forstjóri Hrafnistu

 

Lesa meira...

Síða 98 af 330

Til baka takki