Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 19. júní 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Til hamingju með daginn konur! (og líka karlar!)
Í dag, 19. júní, er haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Af þessu tilefni hafa fyrirtæki verið hvött til að gefa konum frí í vinnu eftir hádegi í dag. Eins og gefur að skilja geta Hrafnistuheimilin ekki lokað starfseminni en þó hefur verið ákveðið að starfsemi eftir hádegi í verði lágmarki eins og mörgulegt er. Þannig er hægt að gefa eins mörgum frí og mögulegt er, til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Rétt er að minna á að í tilefni dagsins er ýmislegt gert á Hrafnistuheimilinum sjálfum. Til dæmis er búið að skreyta, á sumum heimilum hafa allir verð hvattir til að mæta með hatta í tilefni dagsins eða jafnvel kjólum og víða er búið að setja upp sýningar. Jafnframt er boðið upp á sérstakt góðgæti með kaffinu í dag – fyrir heimilisfólk og starfsmenn sem eru að vinna.
Ég vil nota tækifærið og óska öllum konum og körlum landsins hjartanlega til hamingju með daginn!
 
Þakklæti vegna Sjómannadagsins
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur þann 7. júní síðast liðinn. Þessi dagur skipar auðvitað sérstakan sess hér á Hrafnistu og er gaman að halda upp á hann með stæl.
Dagskrá var á öllum Hrafnistuheimilunum á Sjómannadaginn. Boðið upp á kaffi og meðlæti og tónlistaratriði á öllum stöðum, meðal annars lúðrasveitir, auk þess fjölsóttar hátíðarmessur voru í Reykjavík og Hafnarfirði auk þess sem á þessum stöðum voru hinir sívinsælu handavinnubasarar sem vekja jafnan mikla athygli. Rúmlega 1.000 velunnarar Hrafnistu komu og þáðu kaffi hjá okkur sem verður að teljast vel af sér vikið.
Mig langar að koma á framfæri hjartans þökkum frá stjórn Sjómannadagsráðs og framkvæmdaráði Hrafnistu til allra þeirra fjölmörgu starfsmanna Hrafnistu sem lögðu hönd á plóginn við að gera Sjómannadagshátíðarhöldin jafn glæsileg á Hrafnistu og raun bar vitni.
 
Landlæknir í heimsókn á Hrafnistu
Á dögunum fengum við góðan gest í heimsókn en þá kom Birgir Jakobsson, landlæknir í heimsókn. Hann kom til fundar á Hrafnistu í Reykjavík og hitti þar framkvæmdaráð Hrafnistu auk Sigurðar Helgasonar forstöðulæknis Hrafnistuheimilanna. Farið var yfir starfsemi Hrafnistu og ýmislegt í okkar starfi, meðal annars árangur í markvissari lyfjanotkun. Landlækni var einnig í skoðunarferð um Hrafnistu í Reykjavík og leist honum mjög vel á okkar starfsemi.
 
Starfsafmæli í júní
Venju samkvæmt eig nokkrir úrvals starfsmenn úr Hrafnistu-liðinu formlegt starfsafmæli nú í júní. Þetta eru:
3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Sunna Dögg Sigrúnardóttir á Miklatorgi, Eli Harðarson í umsjón fasteigna, Guðbjörg María Árnadóttir félagsráðgjafi, Ragna Hafdís Stefánsdóttir í dagþjálfun, Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir á Viðey/Engey, Alexis Mae Leonar á Miklatorgi og Magnea Rut Marteinsdóttir á Sólteigi. Í Hafnarfirði eru það Kristín Fríða Alfreðsdóttir á Bylgjuhrauni, Vaka Dagsdóttir á Ölduhrauni og Prasanga Gunasekara og Margrét Helga Bragadóttir, bæði í borðsal. Eva Björg Guðlaugsdóttir og Elín Ösp Axelsdóttir í Kópavogi.
5 ára starfsafmæli: Hafdís Sara Þórhallsdóttir á Miklatorgi í Reykjavík.
10 ára starfsafmæli: Svanhildur Blöndal, Hrafnistuprestur og Dagbjört Guðmundsdóttir verkstjóri vinnustofu og Magdalena K. Sigurðardóttir á Sólteigi, báðar í Reykjavík.
15 ára starfsafmæli: Lilja B. Steinþórsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni og Anna Björg Pálsdóttir á Ölduhrauni.
Síðast en ekki síst á Kristrún Ragnarsdóttir á Mánateigi í Reykjavík 25 ára starfsafmæli!
 
Hjartanlega til hamingju með áfangann öll og kærar þakkir yfir trygg störf í þágu Hrafnistuheimilanna.
 
 
Góða helgi!
Pétur

Síða 107 af 124

Til baka takki