Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 7. október 2022 - Gestahöfundur er Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs

Allt í  kringum okkur núna sjáum við fallega haustliti, laufin fjúka til í vindinum fram og til baka og líka stundum í hringi. Ég renni í fljótheitum í huganum yfir þær minningar sem vorið og sumarið gáfu mér þetta árið og einhverra hluta vegna fór ég að hugsa til íbúanna okkar samhliða því sem ég horfði á laufin fjúka til. Íbúarnir okkar eru flestir að upplifa haustið á sinni lífstíð og geyma með sér heila lífssögu og allar þær ótal minningar sem skapast á mannsævi. Mér fannst allt í einu að ég væri alls ekki nógu forvitin um allar þær sögur sem íbúarnir gætu sagt mér og ég lært mikið af.

Þess vegna er ég, í þessum föstudagmolum, með áskorun til okkar allra sem vinnum á Hrafnistu. Einsetjum okkur meiri forvitni og spyrjum íbúanna okkar daglega um einhverja minningu sem þeir eiga og geta miðlað með okkur. Það er svo mikið sem við getum lært af þeim og með þessu erum við líka að vinna í anda okkar gilda, Virðing, Frumkvæði, Heiðarleiki og Hugrekki. Í nýlegri þjónustukönnun kemur fram að íbúar á Hrafnistuheimilunum eru almennt ánægðir með hjúkrunarheimilið sem þeir búa á. Þessi niðurstaða er hvetjandi fyrir okkur og sýnir það góða starf sem er unnið á Hrafnistuheimilunum, en ég leyfi mér að halda því fram að ánægja bæði starfsfólks og íbúa myndi verða enn meiri ef við værum aðeins meira forvitin um hvort annað. Virðing og skilningur í að mæta annarri manneskju á hennar forsendum eykst með vitneskju og þekkingu.

Ég hlakka til að búa til minningar með samstarfsfólkinu mínu á árhátíð Hrafnistu í þessum haustmánuði og ætla að hafa forvitnina með mér í partíið og læra af ykkur.

Njótið helgarinnar!

Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissvið Hrafnistu.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur