Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 24. ágúst 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 24. ágúst 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli í ágúst

Í hverjum mánuði fagna nokkrir starfsmenn Hrafnistuheimilanna formlegum starfsafmælum samkvæmt starfsafmælakerfi Hrafnistu og fá þeir afhentar gjafir frá Hrafnistu í samræmi við það. Nú í ágúst eru þetta eftirfarandi starfsmenn:

3 ára starfsafmæli: Súsanna Ruth Magnúsdóttir á Vitatorgi í Reykjavík og Hjördís Á. Helgadóttir á Bylgjuhrauni og Svanhildur Valdimarsdóttir á Báruhrauni, báðar í Hafnarfirði.

Einnig Jakobína Jónsdóttir og Guðrún Lilja Gunnarsdóttir í Kópavogi og Iwona Anna Chudzik á Hlévangi.

5 ára starfsafmæli: Inga Guðrún Sveinsdóttir aðstoðardeildarstjóri iðþjuþálfunar í Reykjavík. Í Hafnarfirði eru það Boryana Velikova í ræstingu, Viktoría Valdimarsdóttir á Bylgjuhrauni, Vaida Visockaité í borðsal og eldhúsi, Guðrún Júlíusdóttir í sjúkraþjálfun og Hrund Guðmundsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni.

Kærar þakkir fyrir ykkar glæstu störf fyrir Hrafnistu og til hamingju með áfangann!

 

Umræða um dagdvalir

Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum í vikunni um dagdvalir og þörfina fyrir fleiri slík rými, ekki síst fyrir fólk sem glímir við heilabilum.

Dagdvalir eru mikilvægur valkostur í þjónustu við aldraða sem stuðlað geta að lengri dvöl þeirra á eigin heimili. Mikilvægi þjónustunnar sem veitt er í dagdvölum er óumdeilt því auk þess að bæta lífsgæði og færni í gefandi félagsskap með öðrum geta dagdvalir í mörgum tilvikum líka dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús og flutning á hjúkrunarheimili.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er tilgreint að áherslu eigi að leggja á dagdvalir en lítið útskýrt með hvaða hætti og lítið hefur sést af tillögum frá stjórnvöldum um úrbætur ennþá. Ýmsir hafa fengið neikvæð svör frá velferðarráðuneyti við beiðnum um fjölgun rýma eða opnun nýrra dagdvala og er það umhugsunarefni þegar þörfin eykst á ári hverju. Það er því dapurleg þróun ef dagdvalarrýmum verður ekki fjölgað af krafti á næstu árum.

Á Hrafnistu í Reykjavík stendur til að opna nýja dagdvöl fyrir 25-30 einstaklinga með heilabilun og hefur fengist formlegt leyfi fyrir því. Sjálfsagt er það vegna þess að starfsemin fjármagnar sig með því að 11 hjúkrunarrýmum í húsinu, verður lokað í staðinn. Ekki er alveg ljóst hvenær breytingin verður en það verður tilkynnt mjög tímanlega þegar tímasetningar liggja fyrir.

 

Flutningur stoðdeilda og SFV

Nú fljótlega eftir mánaðarmótin verður heilmikið að gerast í húsnæðismálum ýmsra stoðdeilda hjá okkur.

Eins og kynnt hefur verið mun bókhalds- og launadeild, mannauðsdeild og verkefnastjóri innkaupa flytja inn í skrifstofurnar á F-1 á Hrafnistu í Reykjavík.  Þetta er sami staður og bókhalds- og launadeild og mannauðsdeild voru á áður, en nú er búið að taka húsnæðið í gegn, auka birtu með því að síkka glugga og opna á milli rýma, bæta loftræstingu og laga gólf og veggi. Þetta er langþráð breyting sem vonandi verður til hagsbóta fyrir alla.

Á svipuðum tíma mun starfsfólk heilbrigðissviðs færast til og verða staðsett á D-gangi fyrstu hæðar þar sem vaxherbergi iðjþjálfunar hefur verið undanfarin ár.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) munu svo færa starfsemi sína inn á G-gang 1. hæðar þar sem heilbrigðissvið hefur verið staðsett, en samtökin leigja aðstöðu hér hjá okkur á Hrafnistu í Reykjavík og hefur það samstarf gengið mjög vel.

Ég vil nota tækifærið og óska fyrirfram til hamingju, öllu því þolinmóða fólki okkar sem hefur verið í bráðabirgðaaðstöðu síðustu mánuði.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur