Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 16. febrúar 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 16. febrúar 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Hrafnista í fréttum í vikunni.

Hrafnista var heldur betur skemmtilega í fréttunum í vikunni. Á þriðjudaginn var mynd í Morgunblaðinu af bolluáti á Hrafnistu í Reykjavík ásamt stuttu viðtali við íbúa vegna bolludagsins. Þetta má sjá í frétt hér á heimasíðunni.

Á sprengidaginn heimsótti svo fréttastofa Stöðvar2 eldhúsið okkar í Reykjavík og skoðaði saltkjötseldun hjá okkur ásamt því að fréttamaður fór í Skálafell og smakkaði á kræsingunum okkar. Þessa skemmtilegu frétt má finna hér á visir.is

http://www.visir.is/g/2018180219544/ibuar-hrafnistu-lukkulegir-a-sprengidaginn-300-kilo-af-saltkjoti-og-4.000-kartoflur-

Það er alltaf gaman þegar fjallað er um Hrafnistu með jákvæðum hætti í fjölmiðlum!

 

Starfsafmælisgjafir á Hrafnistu - yfirlit

Þar sem reglulega er endurnýjun í starfsmannahópnum okkar er ágætt að rifja einstaka sinnum upp starfsafmælisgjafakerfi Hrafnistu sem hefur verið hér við lýði undanfarin ár. Þessu fyrirkomulagi hefur verið vel tekið af starfsfólki og hefur vakið töluverða athygli utan Hrafnistu. Allir starfsmenn (óháð starfshlutfallli) fá afhenta gjöf frá Hrafnistu þegar ákveðnum starfsaldri er náð í starfi hjá okkur. Ég reyni sjálfur að afhenda allar gjafir ásamt stjórnendum ef mögulegt er og er það gert í mánuðinum (reyndar með undantekningum) sem viðkomandi starfsmaður á starfsafmæli.

 

Starfsafmælisgjafa-Listinn okkar er svona:

3 ára - Konfektkassi (800 gr)

5 ára - Gjafakort í leikhús fyrir tvo

10 ára - Út að borða gjafabréf að upphæð kr. 25.000

15 ára - Gjafakort í Kringluna 30.000

20 ára - Gjafakort í Kringluna 35.000

25 ára - Gjafakort í Kringluna 40.000

30 ára - Gjafakort í Kringluna 60.000

35 ára - Gjafakort í Kringluna 70.000

40 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð 110.000

45 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

50 ára - Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

 

Jafnaframt gefum við 10.000 kr. gjafabréf á stórafmælum starfsfólks (30 ára – 40 ára – 50 ára – 60 ára og 70 ára). Ykkur til fróðleiks eru þetta alls hátt í 20 gjafir í hverjum mánuði, samtals á öllum Hrafnistuheimilunum.

Þegar fólk á 10 ára starfsafmæli eða meira gerum við stutta frétt um það hér á heimasíðunni. Öll starfsafmæli eru tilgreind hér á heimsíðunni í föstudagsmolum forstjóra. Við fjöllum hins vegar ekki um stórafmæli starfsfólks hér á heimasíðunni.

Þið megið endilega vera dugleg að láta vita ef þið verðið vör við að samstarfsfólk telji sig vanta gjöf. Slíkum fyrirspurnum væri þá beint til yfirmanns á deildinni ykkar.

 

Starfsafmæli í febrúar

Að lokum er gaman að segja frá því að nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi fagna formlegum starfsafmælum nú í febrúar og eru að fá afhentar viðeigandi gjafir þessa dagana af því tilefni. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Hulda Erna Eiríksdóttir á Vitatorgi í Reykjavík og Zhivka Petrova Vasilera í ræstingu í Kópavogi. Einnig Maria Kathleen M. Smith, Nína Carol Bustos og Malgorzata Barylowicz á Nesvöllum.

5 ára starfsafmæli: Guðný Björg Helgadóttir á Miklatorgi í Reykjavík.

10 ára starfafmæli: Hanna Björg S. Kjartansdóttiríþróttakennari í Reykjavík og Ingunn Hrönn Sigurðardóttir á Ölduhrauni auk Péturs Magnússonar forstjóra.

20 ára starfsafmæli: Guðlaug Sigmundsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni í Hafnarfirði

25 ára starfsafmæli: Una Ragnarsdóttir í sjúkraþjálfun í Reykjavík.

Hjartanlega til hamingju með áfangann öll og kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf í þágu Hrafnistu!

 

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur