Fréttasafn

Streymt frá heiðrun sjómanna

 

Eins og venja er verða sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn en að þessu sinni við lokaða athöfn að viðstöddum mökum og aðstandendum þeirra sem heiðraðir verða ásamt fulltrúum Sjómannadagsráðs. Heiðrun sjómanna hefst kl. 13.30 á Facebooksíðu Sjómannadagsráðs.

Smellið hér til að melda ykkur á viðburðinn og fylgjast með athöfninni.

 

Lesa meira...

Tilslakanir á grímuskyldu gesta á Hrafnistuheimilunum

 

Gerðar hafa verið tilslakanir á grímuskyldu gesta á Hrafnistuheimilunum frá og með deginum í dag, þriðjudaginn 25. maí 2021.

Aðrar reglur eru óbreyttar enn um sinn.

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnti íbúum að aðstandendum þessar breytingar fyrr í dag:

Tilslakanir á grímuskyldu gesta á Hrafnistuheimilunum taka gildi þriðjudaginn 25. maí 2021

 

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að athuga að starfsmenn Hrafnistu eru ekki allir fullbólusettir og því þurfum við enn að fara varlega og virða nándarmörk.  

 

Lesa meira...

Jónína Jörgensdóttir 35 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Jónína Jörgensdóttir (Jonna), söngstjóri og kaupfélagsstjóri með meiru í Kaupfélaginu á Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 35 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu í gegnum tíðina.

Af því tilefni fékk Jónína afhenta starfsafmælisgjöf samkvæmt venju á Hrafnistu þegar haldið var upp á tímamótin í gær. 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási og Jonna.

 

Lesa meira...

Upphitun fyrir Eurovision

 

Í gær fór fram upphitun fyrir Eurovision á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði við vægast sagt frábærar viðtökur þar sem áhorfendur komu sér í gírinn fyrir kvöldið. Rifjuð voru upp Eurovision lög síðustu ára, bæði íslensk og erlend og Daðadansinn frægi var dansaður.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í stuðinu í gær í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi.  

 

Lesa meira...

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi

 

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Menningarsalnum í gær.

Myndirnar eru unnar af 20 íbúum sem hafa unnið verk sín á vinnustofu iðjuþjálfunar. Vinnustofan er mjög mikilvægur þáttur í þjálfun og félagsstarfi Hrafnistu. Þar hafa margir stigið sín fyrstu skref sem listamenn undir leiðsögn myndlistakonunnar Ingu Rósu sem hefur stýrt myndlistarrýminu á Hrafnistu Hraunvangi undanfarin ár. Á vinnustofunni fær fólk tækifæri til að spreyta sig með alls kyns liti og verkefni og félagsskapurinn verður dýrmætur hluti hjá þeim sem hana stunda.

 

Við óskum listafólkinu innilega til hamingju með sýninguna.

 

Lesa meira...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2021

 

Aðalfundur Sjómanndagsráðs 2021 var haldinn þann 12. maí sl. í þjónustumiðstöðinni á Hrafnistu Sléttuvegi. Alls mættu 29 fulltrúar frá fimm stéttarfélögum á fundinn ásamt yfirstjórnendum fyrirtækja Sjómannadagsráðs. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar endurbætur á núverandi lögum ráðsins. Breytingarnar eru helst til þess fallnar að aðlaga lögin að breyttum tímum og núverandi starfsemi.

Guðjón Ármann Einarsson varaformaður lauk kjörtímabili eftir áratuga starf í stjórn Sjómannadagsráðs og í hans stað var Aríel Pétursson kosinn varaformaður. Vill Sjómannadagsráð þakka Guðjóni Ármanni fyrir góð störf í þágu félagsins. Á fundinum voru gjaldkeri og varamaður í stjórn einnig endurkjörnir.

Á fundinum voru þrjár ályktanir samþykktar:

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á ríkisstjórn Íslands að leiðrétta nú þegar daggjöld til hjúkrunarheimila.

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á menntamálaráðherra að sjá til þess að nám í vél- og skipstjórn verði áfram í Sjómannaskólahúsinu á Rauðarárholti.

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á ríkisstjórn Íslands að sjá til þess að nægilegu fé verði veitt til verndunar varðskipsins Óðins svo halda megi skipinu í verðugu ástandi öllum til fróðleiks og ánægju.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira...

Hrafnista Skógarbær fær afhenta nytsamlega gjöf

 

Á dögunum barst Hrafnistu í Skógarbæ nytsamleg gjöf. Gjöfin innihélt 11 bakpúða frá Betra Bak sem einn aðstandandi færði heimilinu. Bakpúðarnir koma til með að nýtast mjög vel og þá sérstaklega fyrir íbúa sem ekki eru háir í loftinu og eiga í erfiðleikum með að setjast vel upp við stólbak í djúpum stólum.

Íbúar og starfsfólk Skógarbæjar þakka kærlega fyrir hlýhug í garð heimilsins. 

 

 

Lesa meira...

Síða 28 af 176

Til baka takki