Öryggi og traust er mikilvægur þáttur í lífsgæðum einstaklinga sem flytja á hjúkrunarheimili. Að einstaklingurinn finni fyrir hlýju, létti og öryggi byggir á þekkingu starfsfólks á því hvernig „heimili að heiman“ er skapað.
Starfsfólk Hrafnistu vinnur að því að upplifun íbúa og aðstandenda sé með eftirfarandi hætti:
- Hrafnista er heimilið mitt. Hér finn ég fyrir hlýju og öryggi því það er alltaf einhver til staðar fyrir mig.
- Hér er hlustað á mig og mér sýnd virðing, umhyggja og skilningur.
- Við erum heiðarleg og virðum skoðanir hvers annars.
- Við vinnum með styrkleika hvers og eins, sýnum frumkvæði og erum virkir þátttakendur í lífinu.
- Traust er áunnið með góðri samvinnu, áreiðanleika og hugrekki.