Hrafnista

Hrafnista er stærsti rekstraraðili öldrunarþjónustu á landinu og rekur 8 hjúkrunarheimil í 5 sveitarfélögum. Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs en félagið rekur sögu sína allt til ársins 1957 þegar Hrafnista Laugarási tók til starfa. Á Hrafnistu búa um 800 manns og um 500 til viðbótar þiggja dagþjónustu.

Hugmyndafræði Hrafnistu

Hrafnista er heimili fólks og hugmyndafræði Hrafnistu gengur út á að starfsemin og verklag deilda sé sveigjanlegt og fari eftir þörfum einstaklingsins sjálfs. Hugmyndafræðin er hjartað í starfsemi Hrafnistu en samhliða henni er unnið markvisst að ákveðnum verkefnum þvert á öll Hrafnistuheimilin sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna. Öryggi og traust er mikilvægur þáttur í lífsgæðum íbúa sem flytja á hjúkrunarheimili. Að íbúinn finni fyrir hlýju, létti og öryggi byggir á þekkingu starfsfólks á því hvernig „heimili að heiman“ er skapað.

Markmið

Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið er unnið eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu á að skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin lýsir þannig þjónustunni, heimilisbragnum, menningunni og starfsumhverfinu.

Öryggi og traust

Öryggi og traust er mikilvægur þáttur í lífsgæðum einstaklinga sem flytja á hjúkrunarheimili. Að einstaklingurinn finni fyrir hlýju, létti og öryggi byggir á þekkingu starfsfólks á því hvernig „heimili að heiman“ er skapað.

Starfsfólk Hrafnistu vinnur að því að upplifun íbúa og aðstandenda sé með eftirfarandi hætti:

  • Hrafnista er heimilið mitt. Hér finn ég fyrir hlýju og öryggi því það er alltaf einhver til staðar fyrir mig.
  • Hér er hlustað á mig og mér sýnd virðing, umhyggja og skilningur.​​
  • Við erum heiðarleg og virðum skoðanir hvers annars.​​
  • Við vinnum með styrkleika hvers og eins, sýnum frumkvæði og erum ​virkir þátttakendur í lífinu.
  • Traust er áunnið með góðri samvinnu, áreiðanleika og hugrekki.​​

Hrafnista er heimili fólks

Á Hrafnistu er lögð áhersla á heimilislegt umhverfi. Við hönnun nýrra heimila er leitast við að hafa einingar litlar með sameiginlegri setustofu, borðstofu og eldhúsi en íbúðir eru rúmgóðar og bjartar þar sem íbúar geta tekið á móti gestum í heimsókn í sitt persónulega rými hvenær sem er. Hluti af því að búa til þetta heimilislega umhverfi er einnig að íbúar koma með eigin húsgögn, gardínur og rúmföt, ásamt því að starfsfólk er ekki í einkennisfatnaði. Leitast er við að tengja hjúkrunarheimilið við samfélagið í kring með þjónustumiðstöð, svokölluðum lífsgæðakjarna.

Heimilislegt umhverfi á Hrafnistu

Hluti af því að búa til heimilislegan brag og veita framúrskarandi þjónustu er að íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í ákvarðanatöku um sína hagi. Þá er átt við t.d. hvenær þeir vilji fara á fætur, hvenær þeir vilji fara að sofa, hverju þeir vilji klæðast, þátttöku í matartímum og hvað þeir vilji gera yfir daginn. Það er jafnframt mikilvægt að starfsfólk þekki þarfir íbúanna, leitist við að setja sig í þeirra spor, sé sveigjanlegt og hugsi í lausnum í þjónustunni.

Gildin okkar

Heiðarleiki
Heiðarleiki stendur fyrir hreinskilin samskipti og opna umræðu. Við leggjum okkur fram um að miðla upplýsingum um starfsemina, bæði innanhúss og utan. Við erum trú sjálfum okkur, stöndum við það sem við segjum og veitum hvert öðru og okkar hagsmunaaðilum heiðarlega endurgjöf.
Frumkvæði
Frumkvæði stendur fyrir drifkraft og hugmyndaauðgi. Við þorum að vera skapandi og hugsa út fyrir rammann, hugsa stórt og langt fram í tímann og vera leiðandi á okkar sviðum. Við tökum frumkvæði í að bæta þjónustuna og við þorum að vera fyrirmynd annarra þegar kemur að framúrskarandi þjónustu við aldraða og aðstandendur þeirra.
Virðing
Virðing er hornsteinn í menningu okkar. Við berum virðingu fyrir samstarfsfólki okkar, þjónustuþegum og aðstandendum. Við erum víðsýn og opin og virðum ólíkar skoðanir. Við höldum trúnað um persónuleg málefni þjónustuþega okkar og störfum í sátt við umhverfið og samfélagið sem við tilheyrum.
Hugrekki
Hugrekki stendur fyrir að þora að prófa nýja hluti, þora að mistakast, þora að læra af reynslunni og þora að breyta núverandi verklagi, menningu og ímynd.

Stoðsvið Hrafnistu

Á Hrafnistu starfa fjögur stoðsvið sem vinna þvert á öll Hrafnistuheimilin. Hlutverk stoðsviða er að veita miðlæga þjónustu á ólíkum sviðum og veita ráðgjöf og stuðning til stjórnenda og starfsfólks.

Fjármálasvið

Fjármálasvið þjónustar öll Hrafnistuheimilin og önnur dótturfélög Sjómannadagsráðs. Fjármálasvið sér um færslu bókhalds, uppgjör, áætlanagerð, kostnaðareftirlit, skýrslugerð, innheimtu og fjárstýringu. Launadeild tilheyrir fjármálasviði en þar fer öll launavinnsla fram auk ráðgjafar við starfsfólk tengt launum.

Heilbrigðissvið

Heilbrigðissvið stuðlar að því að stöðugt sé unnið eftir ströngustu gæðakröfum sem gerðar eru til starfseminnar, með útgáfu verklagsreglna, innri úttektum og úrbótavinnu eftir ytri úttektir. Sviðið styður jafnframt við faglegt starf á Hrafnistu í þeim tilgangi að efla fagþekkingu starfsfólks og frumkvæði í gæðastarfi. Heilbrigðissvið heldur jafnframt gjarnan utan um innleiðingu á velferðartækni og stærri umbótaverkefnum þvert á Hrafnistuheimilin.

Mannauðssvið

Mannauðssvið hefur það að leiðarljósi að veita starfsfólki og stjórnendum stuðning og þjónustu í mannauðstengdum málum. Öll Hrafnistuheimilin eru með einn mannauðsráðgjafa. Hann hefur það hlutverk að veita stjórnendum ráðgjöf og stuðning í öllum starfsmannatengdum málum. Mannauðssvið heldur jafnframt utan um helstu málaflokka sem snúa að starfsfólki s.s. löðun, ráðningar, fræðslu og þjálfun, heilsueflingu og vellíðan ásamt innri og ytri markaðssetningu.

Rekstrarsvið

Helstu verkefni rekstrarsviðs eru rekstur og innkaup, rekstur eldhúsa Hrafnistuheimilanna, upplýsingatækni og samningamál við birgja.

Skipurit

Skipurit Hrafnistu

Framkvæmdaráð

María Fjóla Harðardóttir
Forstjóri
maria.hardardottir@hrafnista.is
Steinunn Þórðardóttir
Framkvæmdastjóri lækninga
steinunn.thordardottir@hrafnista.is
Kristján Björgvinsson
Fjármálastjóri
kristjan.bjorgvinsson@hrafnista.is
Oddgeir Reynisson
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
oddgeir.reynisson@hrafnista.is
Jakobína H. Árnadóttir
Mannauðsstjóri
jakobina@hrafnista.is
Gunnur Helgadóttir
Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs
gunnur.helgadottir@hrafnista.is
Sigrún Stefánsdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Laugarási
sigrun.stefansdottir@hrafnista.is
Árdís Hulda Eiríksdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi
ardishulda@hrafnista.is
Kristrún Benediktsdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi
kristrun.benediktsdottir@hrafnista.is
Þuríður Ingibjörg Elísdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs
thuridur.elisdottir@hrafnista.is
Sara Pálmadóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Ísafold
sara.palmadottir@hrafnista.is
Rebekka Ingadóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ
rebekka.ingadottir@hrafnista.is
Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi
valgerdur.gudbjornsdottir@hrafnista.is
Megin markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa, bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.