Fréttasafn

Þorrablót á Hrafnistu í Hraunvangi og Hrafnistu Boðaþingi

 

Árlegt þorrablót Hrafnistu í Hraunvangi og Hrafnistu Boðaþingi var haldið í hádeginu í gær, fimmtudaginn 4. febrúar.

Eins og venja er voru kræsingarnar ekki af verri endanum. Boðið var upp á hefðbundinn þjóðlegan þorramat ásamt íslensku brennivíni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Hraunvangi í gær. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu setti hátíðina og Böðvar Reynisson og Kristina Bærendsen sáu um veislustjórn og fluttu nokkur tónlistaratriði. Fjöldasöng leiddu þau Böðvar Magnússong og Hjördís Geirsdóttir af sinni alkunnu snilld.

Vegna aðstæðna gátu íbúar ekki boðið gestum með sér á þorrablótið eins og venja hefur verið í gegnum árin. Huga þurfti vel að öllum sóttvarnarreglum og uppröðun á borðum fyrir starfsfólk minnti helst á uppröðun borða þegar próf eru þreytt í skólum. Þau fengu því að spreyta sig á gömlu samræmdu prófi til upprifjunar. Ekki fylgdi sögunni hvernig starfsfólki gekk almennt að leysa það af hendi...

Skemmtuninni var sjónvarpað inn á allar hjúkrunardeildar og til gesta í dagdvöl þannig að allir nutu sem best.

 

Lesa meira...

Dagbjört Bryndís Reynisdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Dagbjört Bryndís Reynisdóttir, starfsmaður á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Dagbjört Bryndís og Hrönn Önundardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni.

 

 

Lesa meira...

Sirina M.A. Dewage 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hrönn, María Fjóla, Sirina og Árdís Hulda.

 

Sirina M.A. Dewage, starfsmaður í borðsal Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Sirina og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Björg Ólafsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, María Fjóla, Björg og Íris Huld.

 

Björg Ólafsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Björg og Íris Huld Hákonardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Stjórn Sjómannadagsráðs óskar Maríu Fjólu forstjóra Hrafnistu til hamingju með viðurkenningu FKA 2021

 

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, hlaut á dögunum viðurkenningu FKA (félag kvenna í atvinnulífinu) árið 2021. Af því tilefni afhenti Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, Maríu Fjólu blómvönd á fundi stjórnar ráðsins og óskaði henni hjartanlega til hamingju með þessa merku viðurkenningu fyrir hönd stjórnar. 

María Fjóla er sjötti forstjóri Hrafnistu og jafnframt fyrsta konan til að gegna því starfi í tæplega 64. ára sögu Hrafnistu en fyrsta Hrafnistuheimilið tók til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957.

Hrafn­ista rek­ur í dag átta hjúkr­un­ar­heim­ili í fimm sveit­ar­fé­lög­um og er stærsta hjúkrunarheimili lands­ins þegar litið er til fjölda íbúa, þjón­ustuþega og starfs­fólks.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistuheimilunum

 

Árlegt þorrablót er haldið á öllum Hrafnistuheimilunum um þessar mundir. Hrafnista Nesvellir í Reykjanesbæ reið á vaðið á bóndadaginn í síðustu viku og bauð upp á þorramat í hádeginu.

Hrafnista í Laugarási, Skógarbæ og Sléttuvegi héldu sín þorrablót í hádeginu í gær. Hrafnista Ísafold og Hrafnista Hlévangi verða með þorrablót í hádeginu í dag og Hrafnista Hraunvangi og Hrafnista Boðaþingi halda sín þorrablót á fimmtudaginn í næstu viku.

Það er ávallt mikil eftirvænting í loftinu þegar þorramatur er borinn á borð og þrátt fyrir frekar lágstemmd þorrablót hjá okkur í ár (miðað við síðustu ár, út af COVID) þá ríkir sannkölluð gleði meðal íbúa og dagdvalargesta með kræsingarnar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Sléttuvegi í gær þar sem fyrsta þorrablót heimilisins fór fram en eins og flestir vita opnaði hjúkrunarheimilið á Sléttuvegi þann 28. febrúar í fyrra.

Hjördís Geirsdóttir hélt uppi fjörinu í þjónustumiðstöðinni og var skemmtuninni sjónvarpað inn á hjúkrunardeildar og til gesta í dagdvöl þannig að allir nutu sem best.

 

Lesa meira...

Tilslakanir á heimsóknarreglum fyrir íbúa sem hafa lokið bólusetningu

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

 

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér tilkynningu í dag varðandi tilslakanir sem taka gildi á morgun, föstudaginn 29. janúar, fyrir þá íbúa sem hafa lokið bólusetningu.

Annars vegar er um að ræða tilkynningu til þeirra sem hafa lokið bólusetningu og hins vegar til þeirra sem eiga eftir að fá bólusetningu eða hafi ekki lokið bólusetningu nr. 2.

Vinsamlegast kynnið ykkur vel, eftir því sem við á í ykkar tilfelli:

Tilkynning til þeirra íbúa sem hafa lokið bólusetningu - smellið hér

Tilkynning til þeirra íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu eða hafa ekki lokið bólusetningu nr. 2 - smellið hér

 

(Meðfylgjandi mynd er fengin að láni á veraldarvefnum: Slóð)

Lesa meira...

Síða 32 af 176

Til baka takki