Rannsóknarsjóður Hrafnistu er í eigu
Sjómannadagsráðs. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir og verkefni sem efla málaflokk aldraðra hér á landi. Eitt af meginmarkmiðum sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra.
Rannsóknarsjóðurinn veitir styrki til verkefna tengdum öldrunarmálum og til þeirra sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn og er hann opinn bæði starfsmönnum Hrafnistu og almenningi.
Að öllu jafna eru veittir tveir styrkir á ári og fer upphæð hvors styrks eftir umfangi verkefnis eða rannsóknar og eftir því hver heildarstaða sjóðsins er að hverju sinni.