Previous Page  44 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 44 / 48 Next Page
Page Background

44

H r a f n i s t u b r é f

Gólf og

vegglist

Bæjarstjórnarpúttmótið árlega á

Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram 6.

september. Þá öttu kappi aðalpútt-

ararnir í hópi heimilismanna við

bæjarstjórn Hafnarfjarðar um farand-

bikarinn fræga sem bæjarstjórn hefur

aldrei unnið. Sú varð og raunin í ár

þar sem heimilismenn fóru brautina

á 69 höggum gegn 75 höggum bæj-

arstjórnar. Undanfarin ár hefur bæj-

arstjórinn, Haraldur L. Haraldsson,

hlotið hin svokölluðu skussaverðlaun

sem sá hlýtur sem er með bestu nýt-

ingu vallar. Að þessu sinni féllu þau

hins vegar í hlut Árdísar Huldu Ei-

ríksdóttur forstöðumanns Hrafnistu

í Hafnarfirði og brosti Haraldur sínu

blíðasta þegar hann afhenti Árdísi

verðlaunin. Einar Sigurðsson, íbúi á

heimilinu, var kjörinn maður vallar-

ins og hlaut Bæjarstjórnarbikarinn

að launum. Í flokki kvenna voru úr-

slit þessi: Ingveldur Einarsdóttir með

35 högg, Hallbjörg Gunnarsdóttir sem

fór völlinn á 36 höggum og loks Rósa

Guðbjartsdóttir á 39. Í flokki karla

vann Einar Sigurðsson á 34 högg-

um, þá kom Friðrik Hermannsson á

35 höggum og svo Ingi Tómasson á 36

höggum.

n

Púttað við bæjarstjórnina