Previous Page  39 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 39 / 48 Next Page
Page Background

39

H r a f n i s t u b r é f

H

jalti Skagfjörð Jósefsson og

Kolbrún Svavarsdóttir eru

frá Sauðárkróki en fluttu

suður yfir heiðar árið 1963. Þau

hafa búið í þjónustu- og öryggis-

íbúð Naustavarar við Boðaþingi 22

í tæp þrjú ár og vilja hvergi annars

staðar vera vegna góðrar aðstöðu,

fallegrar náttúru í kring og mik-

ils útsýnis. „Ég var í mörg ár með

hesta í Víðidal og fór stundum í

útreiðatúra um svæðið hér í kring.

Mér finnst gaman að fylgjast með

því þegar hestamenn ríða hér

fram hjá í hlíðinni fyrir austan

Boðaþingið,“ segir Hjalti, þar sem

við spjöllum saman í blíðunni. Að

sjálfsögðu voru hrossin að norð-

an líka, tvö skagfirsk undan Sörla,

eitt undan Glæsi frá Húnaþingi og

eitt frá Kolkuósi.

Hjalti er trésmiður að mennt,

fæddur 3. október 1933 á Krókn-

um. Elsti bróðir Hjalta, Jóhannes,

gerðist múrari en hinir bræðurnir

trésmiðir sem þeir lærðu hjá Jósef,

föður þeirra, sem rak trésmiðj-

una Björk á Sauðárkróki í mörg ár.

„Það má segja að ég hafi alist upp

í spæninum hjá pabba því ég var

þar öllum stundum áður en ég fór

að fara í sveit á sumrin. Ég var í

sveit á Þorsteinsstöðum í Lýtings-

staðahreppi til fjórtán ára aldurs

en fékk upp úr því sumarvinnu

hjá pabba.“ Hjalti átti níu systk-

ini og er hann þriðji elstur í hópi

fimm eftirlifandi systkina. Hin

eru Jóhannes Stefán, f. 1927 og býr

á Sauðárkróki, Erla Skagfjörð, f.

1930, búsett í Reykjavík, Þorberg-

ur Skagfjörð, f. 1935, búsettur á

Sauðárkróki, og Svavar Skagfjörð,

f. 1940, einnig búsettur á Sauðár-

króki.

Samtíða frá barnæsku

„Ég gekk hefðbundinn mennta-

veg á Króknum, sótti þar barna- og

gagnfræðaskóla og fór svo í Iðn-

skólann þar sem ég tók trésmíðina.

Iðnskólinn var vel sóttur á þess-

um árum, í honum voru nemendur

víða að, jafnvel frá Akureyri. Þarna

tóku menn húsasmíðameistar-

ann, pípulagnir, rafmagn og múr-

inn og svo blönduðum við þessu

öllu saman þegar við fórum að

vinna því við þurftum að gera allt.

Smíða, mála, dúkaleggja og hvað-

eina,“ segir Hjalti og hlær en tekur

fram að ávallt hafi löggiltir aðilar

í viðeigandi greinum tekið verkin

út að lokum. Kolbrún, eiginkona