Previous Page  41 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 41 / 48 Next Page
Page Background

41

H r a f n i s t u b r é f

að hafa gert íbúðina upp sem var

við Hverfisgötu. Kolbrún hóf fyrst

störf hjá Símanum í Reykjavík, en

starfaði víðar á lífsleiðinni, svo

sem Bæjarleiðum, Hagkaupum

og svo hjá Hrafnistu í Reykjavík

allt þar til hún hætti störfum á

vinnumarkaði.

Fyrst eftir að þau hjónin fluttu

suður fór Hjalti á sjóinn þegar

hann fór tvo túra með Jökulfellinu

með fisk til Bandaríkjanna. „Það

var áhugavert. Við fórum fyrst

á nánast allar hafnir hringinn í

kringum landið til að taka fisk.

Síðan var endað í Reykjavík aft-

ur þar sem við stoppuðum í tvo

daga og svo var siglt vestur um

haf. Í fyrri túrnum var ég bara

í viðhaldsvinnu um borð. Tók

meðal annars skipstjóraíbúð-

ina alveg í gegn og pússaði við-

arhandriðin um borð og var bara

í þessu. Í seinni túrnum var ég

háseti.“ Hjalti starfaði hjá ýms-

um aðilum á starfsævi sinni, síð-

ast hjá Kambsbræðrum sem ráku

byggingafélagið Kamb, sem þeir

kenndu við æskuheimili sitt, bæ-

inn Kamb í Skagafirði. Um alda-

mótin varð Hjalti að hætta dag-

legri þátttöku á vinnumarkaði

vegna heilsubrests. „Við fluttum

eftir nokkur ár af Hverfisgötu í

íbúð sem við keyptum í Stíflu-

seli 11 og þar vorum við í 24 ár.

Það var þá sem ég fékk mér hest-

ana sem ég var með í um 20 ár. Þá

var ég hættur að geta farið á bak

vegna hnémeiðsla. Svo seldum

við Stífluselið og keyptum nýlega

íbúð í Berjarima 6. Þar bjuggum

við í nokkur ár eða allt þar til við

fluttum hingað í Boðaþingið enda

heilsan farin að bila meira og

meira. Hér er allt til alls, mjög góð

þjónusta og annað. Kollu finnst

hún vera dálítið afsíðis hérna upp

frá, og það er alveg rétt, við erum

nánast á mörkum sveitar eins og

náttúran í kring ber með sér. Hér

er hestafólk á sveimi, Elliðavatn í

næsta nágrenni og falleg náttúra

og göngustígar sem gera manni

kleift að njóta þess besta,“ segir

Hjalti.

n

Skagfirðingabraut 6.

Freyjugata 22.