Previous Page  40 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 40 / 48 Next Page
Page Background

40

H r a f n i s t u b r é f

Hjalta, er eins og áður segir einnig

frá Króknum, fædd 1932 í Reykja-

vík, en fjölskyldan fluttist 1934 til

Sauðárkróks. Þau Hjalti hafa þekkst

frá barnæsku, bjuggu svo að segja

í næsta húsi við hvort annað, hún

á Freyjugötu 22 og Hjalti við Skag-

firðingabraut 6. „Við lékum okkur

saman, gengum í barnaskólann og

gagnfræðaskólann á staðnum og

fórum svo að draga okkur saman

þegar ég var átján ára og hún nítján.

Við giftum okkur 1953 þegar ég

varð tvítugur og byrjuðum að búa

heima hjá pabba og mömmu.“

Jósef byggði myndarlegt tvílyft

hús við Skagfirðingabraut 6 þar

sem fjölskyldan bjó á efri hæðinni

en trésmíðaverkstæðið var á þeirri

neðri. „Á sumrin vorum við í upp-

slætti og steypuvinnu á húsum á

Króknum og víða í sveitunum en

á veturnar í smíði innréttinga og

ýmsum frágangi og mikið af þessu

var unnið á trésmíðaverkstæðinu

hjá pabba. Kolla vann á Símstöð-

inni á þessum árum.“

Suður yfir heiðar

Kolbrún og Hjalti eignuðust þrjú

börn, öll á Sauðárkróki. Þau eru

Dagrún (f. 1952), búsett í Garða-

bæ, Hjalti (f. 1953) smiður sem

búsettur er í Danmörku og Svavar

Dalmann (f. 1960) sem lést vorið

2015. Foreldrar Kollu fluttu suður

til Reykjavíkur snemma á sjötta

áratugnum, en Svavar faðir henn-

ar var vörubílstjóri og var meira

að gera í því starfi fyrir sunn-

an heldur en í Skagafirði. „Við

Kolla fluttum svo suður 1963.

Við bjuggum fyrst hjá tengdafor-

eldrum mínum á Holtsgötu 7 en

leigðum svo hingað og þangað,

allt þar til Konráð Þorsteinsson

húsasmiður, sem einnig var af

Króknum en fluttur suður, leigði

okkur eina af íbúðum sínum,“

segir Hjalti. Aðalstarf Konráðs

var að kaupa gömul hús og gera

þau upp áður en hann annað

hvort leigði þau eða seldi. Hjalti

starfaði við þetta í nokkur ár og

það var eitt af þeim húsum sem

hann tók á leigu hjá Konráði eftir

Kolbrún og Hjalti á brúðkaupsdaginn.