Fréttasafn

Vilja geta fjölgað hjúkrunarrýmum á Hrafnistu

Lesa meira...

Mannfjöldaspá hefur sýnt það svart á hvítu að veruleg fjölgun eldra fólks mun eiga sér stað í náinni framtíð og ákall eftir auknum krafti í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila hefur verið hávær undanfarin ár.  

Í desember sl. sendi Sjómannadagsráð fyrirspurn til skipulags- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðabæjar um breytingu á deiliskipulagi lóðar Sjómannadagsráðs við Hraunvang í Hafnarfirði vegna mögulegra áforma í framtíðinni um að fjölga rýmum á Hrafnistu Hraunvangi og einnig að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða á lóðinni.

Fjarðarfréttir birtu grein í blaði sínu þar sem fjallað er við Aríel Pétursson, formann Sjómannadagsráðs um þetta mál. Greinina má nálgast HÉR

 

 

 

Lesa meira...

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Það voru alls kyns furðuverur sem mættu til vinnu á öskudaginn en rík hefð er fyrir því meðal starfsmanna Hrafnistuheimilanna að klæða sig upp í ýmiskonar gervi á öskudaginn, íbúum og öðrum til tilbreytingar og mikillar gleði. Meðfylgjandi myndir voru teknar á öllum Hrafnistuheimilunum á öskudaginn og tala sínu máli.

 

 

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir, starfsmaður á Miklatorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Margrét Malena Magnúsdóttir hjúkrunardeildarstjór á Miklatorgi afhenti Freyju Láru starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

Á þorranum hafa verið haldin þorrablót á öllum heimilum Hrafnistu. Föstudaginn 9. febrúar var haldið þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi. Trogin voru troðfull af hefðbundnum þorramat,  Örn Árnason var veislustjóri og flutt voru minni karla og kvenna. Að borðhaldi loknu tók hljómsveitin Silfursveiflan við og spilaði undir dansi.

Meðfylgjandi myndir tók Silla Páls ljósmyndari.

 

Lesa meira...

Lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif

Lesa meira...

Jakobína Árnadóttir mannauðsstjóri Hrafnistu var gestur í hlaðvarpsþættinum Á mannauðsmáli á dögunum. Þar ræddi hún um vegferð Hrafnistu á undanförnum árum og talar meðal annars um að jákvæðni, lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif á kerfið lýsi síðustu árum á Hrafnistu vel.

Nálgast má viðtalið með því að smella HÉR

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þegar mikið liggur við þá er samtakamáttur okkar þjóðar óþrjótandi auðlind

Lesa meira...

Fyrir helgi var magnað að verða vitni af öflugri og fumlausri samvinnu Hrafnistu, Reykjanesbæjar, Almannavarna, stjórnvalda og allra annarra sem vettlingi gátu valdið við að tryggja öryggi íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja sem Hrafnista rekur í Reykjanesbæ í kjölfar verstu sviðsmyndarinnar sem teiknuð hafði verið upp í tengslum við jarðhræringarnar á Suðurnesjum þegar heitavatnslögn fór undir hraun og fyrir lá að það færi ört kólnandi á Reykjanesinu öllu.

Með samhentu átaki tókst að setja saman og koma fyrir olíufylltum ofnum til að tryggja sem bestu aðstæður fyrir alla íbúa okkar á Nesvöllum og Hlévangi á meðan á framkvæmdum við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar stóð. En íbúar hjúkrunarheimila eru líkast til sá hópur samferðafólks okkar sem má við sem minnstum hitasveiflum og hlúa þarf sérstaklega vel að við aðstæður sem þessar.

Um helgina lögðu forsetahjónin leið sína í Reykjanesbæinn og heimsóttu m.a. Nesvelli og Hlévang. Þau vildu með heimsókn sinni færa kærleiks- og baráttukveðjur til eldri borgara á Suðurnesjum á þessum sérstöku tímum sem nú eiga sér stað. Það má með sanni segja að heimsókn forsetahjónanna hafi verið mikil kærleiksheimsókn. Hún gladdi mjög alla íbúa, aðstandendur og starfsfólk á Nesvöllum og Hlévangi og færum við þeim bestu þakkir fyrir heimsóknina. 

 

Lesa meira...

Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað?

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög þeim áformum rík­is­stjórnarinnar  að um­bylta því kerfi sem byggt hef­ur verið upp í kring­um hjúkr­un­ar­heim­ili í land­inu, enda hafa samtökin kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um langt árabil.

Grein eftir framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar SFV má lesa með því að smella HÉR

 

 

 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn sterkur bakhjarl Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur verið sterkur bakhjarl félagsstarfsins á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði í gegnum árin. Hefur klúbburinn til að mynda haldið óteljandi Lionsbingó ásamt Lionsklúbbnum Kaldá fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi. Í síðustu viku var Lionsklúbbnum boðið í heimsókn á Hrafnistu Hraunvang þar sem þeir áttu notalega stund, gæddu sér meða. annars á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettum í raspi með öllu tilheyrandi, fylgdust með leik Íslendinga á EM í handbolta og hlýddu á Kolbrúnu Sif Marinósdóttur sem hélt stutt fræðsluerindi um tannlæknaþjónustu sem veitt er íbúum á Hrafnistuheimilunum. Lionsmenn afhentu Kolbrúnu Sif viðurkenningarskjal að erindi loknu og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Hrafnista Hraunvangi þakkar Lionsklúbbnum Ásbirni kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og ánægjulega samverustundir með íbúum í gegnum árin.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 2 af 175

Til baka takki