Fréttasafn

Anna Ruth Antonsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Anna Ruth Antonsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Anna Ruth fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hildur Dögg Ásgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri, Eyrún Pétursdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Bylgjuhrauni, Anna Ruth og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Lífshlaupið er hafið á Hrafnistu

Lesa meira...

Lífshlaupið er hafið og starfsfólk Hrafnistuheimilanna lætur sitt ekki eftir liggja en eins og margir vita þá hófst Lífshlaupið þann 1. febrúar sl. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu stendur yfir í þrjár vikur í febrúar.

Starfsfólk á Hrafnistu hefur undanfarin ár verið duglegt að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og nú þegar hafa tæplega 270 manns skráð sig til leiks. Hrafnista hefur undanfarin ár verið í 2 eða 3 sæti í Lífshlaupinu yfir vinnustaði með 800 o.fl. starfsmenn og að sjálfsögðu stefnum við hátt þetta árið eins og alltaf. Innan Hrafnistuheimilanna fer fram spennandi innanhúss keppni og sem stendur eru10 lið að keppa sín á milli um hinn forláta Lífshlaupsbikar sem fer á milli Hrafnistuheimilanna. Á síðasta ári var það Team – Boðaþing í Kópavogi sem hreppti bikarinn. Það verður spennandi að sjá hvaða heimili hreppir bikarinn í ár.

Starfsfólk á Hrafnistu í Laugarási hópaðist í stólaleikfimi í hádeginu sl. föstudag og að sjálfsögðu var það skráð í Lífshlaupið.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Hlévangi, Boðaþingi og Ísafold

Lesa meira...

Árleg þorrablót voru haldin fimmtudaginn 26. janúar sl. í hádeginu á Hrafnistu Hlévangi, Boðaþingi og Ísafold.

Á Hrafnistu Hlévangi spilaði Bragi Fannar á harmonikkuna og íbúar tóku undir með söng. Á Ísafold hélt Hjördís Geirsdóttir uppi fjörinu og í Boðaþingi sá Hörður Ólafsson um að skemmta á meðan íbúar og aðrir gestir gæddu sér á dýrindis þorramat.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

Fjölmennt og glæsilegt þorrablót var haldið fimmtudaginn 26. janúar sl. á Hrafnistu Sléttuvegi. Þorrablótið fór fram í Lífsgæðakjarna Sléttunnar þar sem boðið var upp á hefðbundinn þorramat ásamt öllu tilheyrandi.

Um var að ræða fyrsta alvöru þorrablótið sem fram hefur farið á Hrafnistu Sléttuvegi frá því að heimilið opnaði í febrúar árið 2020 en það var um sama leiti og fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á Íslandi og hefur starfsemin því litast af samkomutakmörkunum meira og minna. Það var því sannarlega glatt á hjalla og mikið gleðiefni að geta loksins haldið þorrablót eins og þau gerast best hér á Hrafnistu.

Um veislustjórn sá  Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs og Guðrún Sóley Gestsdóttir stýrði söng Minni karla og kvenna ásamt Aríel. Bjartmar Guðlaugsson sá um að skemmta viðstöddum og Bragi Fannar þandi nikkuna undir borðhaldi og hélt uppi fjöri í fjöldasöng. Bryndís Rut Logadóttir flutti Minni karla og Aríel Pétursson flutti Minni kvenna ásamt því að spila á fiðlu fyrir gesti með móður sinni Helgu R. Óskarsdóttur. Dregnir voru út happdrættisvinningar og fólk skemmti sér mjög vel.

Viðburðinum var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar fyrir þá sem ekki sáu sér fært um að mæta á þorrablótið sjálft. 

 

Lesa meira...

Samningur við Sjómannadagsráð um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis

Lesa meira...

 

Í desember sl. endurnýjuðu Garðabær og Sjómannadagsráð samstarfssamning frá árinu 2017 um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis og dagdvalar.

Sjómannadagsráð rekur hjúkrunarheimilið Ísafold sem sjálfstæðan rekstraraðila undir merkjum Hrafnistu við Strikið 3 í Garðabæ. Í hjúkrunarheimilinu eru 60 hjúkrunarrýma og í dagdvölinni eru tuttugu rými, þar af sextán almenn og fjögur rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

Hrafnista er í dag ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins með starfsemi í fimm sveitarfélögum og þjóna Hrafnistuheimilin á annað þúsund öldruðum á hverjum degi. Hrafnista skuldbindur sig til að reka hjúkrunarheimilið eins markvisst og hagkvæmt og kostur er en alltaf með áherslu á markmið Hrafnistu um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa með gildi Hrafnistu að leiðarljósi.

Hjá Hrafnistu er til staðar mikil sérþekking og reynsla sem kemur starfseminni til góða. Eins og á öðrum Hrafnistuheimilum er á Ísafold er starfrækt Hrafnistuútgáfa af „Lev og bo“ hugmyndafræði.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ í hádeginu í dag

Lesa meira...

Hrafnista Laugarás, Reykjavík
„Bóndadagurinn er í dag og haldið var þorrablót með öllu tilheyrandi í hádeginu. Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Laugarási flutti minni karla og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs flutti minni kvenna. Bragi Fannar fór um húsið með nikkuna og við lukum gleðinni með sherrýstund og gítarleik Fanneyjar á Skálafelli. Óskum íslenskum karlmönnum til hamingju með daginn og þess að Þorrinn reynist góður og gjöfull.“

Hrafnista Nesvellir, Reykjanesbæ
„Hið árlega þorrablót var haldið á Nesvöllum í hádeginu í dag. Við gæddum okkur á dýrindis þorramat frá Múlakaffi og skáluðum í íslensku brennivíni og Marína kom og söng fyrir okkur með sinni undur fögru röddu.
Gaman hve margir aðstandendur gáfu sér tíma til að koma og eiga gæðastund með okkur í dag.“

Hrafnista Skógarbæ, Reykjavík
„Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur þessa vikuna eins og oft áður. Við skelltum okkur á pílumót í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði og etjuðum kappi við íbúana þar, fengum svo þvílíku kræsingarnar eftir að móti lauk. Við héldum svo bóndadaginn hátíðlegan í hádeginu í dag og borðuðum dýrindis þorramat og skoluðum honum niður með íslensku brennivíni.“

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ.

 

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang sl. þriðjudag og horfði með íbúum á leik Íslendinga og Grænhöfðaeyja í viðureign sinni á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Í hálfleik fór Guðni á milli deilda og heilsaði upp á íbúa og ættingja. Við þökkum Guðna kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.

 

Lesa meira...

Tannlæknaþjónusta á Hrafnistu

Lesa meira...

Nú býðst öllum nýjum íbúum Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjarnesi að fara í skoðun á Tannlæknastofum sem Hrafnista er í samstarfi við. Einnig býðst öllum þeim sem ekki hafa tök á að sækja tannlæknaþjónustu utan heimilis að fá tannlæknaþjónustu inni á heimilinu. Eftir tannlæknatímann verða útbúnar leiðbeiningar um munnhirðu íbúans og mun starfsfólk á hjúkrunardeild fylgja þeim eftir. Einnig mun koma fram hvenær íbúinn þarf næst að koma í eftirlit og hvort þörf sé á meðferð. Umboðsmenn íbúa og aðstandenda og verkefnastjóri á heilbrigðissviði sjá til þess að kynna tannlæknaþjónustuna fyrir nýjum íbúum og aðstandendum. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs sér um tímabókanir og veitir frekari upplýsingar. Senda skal fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir íbúar sem eru í reglulegu eftirliti hjá sínum tannlækni halda því að sjálfsögðu áfram.

 

 

Lesa meira...

Síða 9 af 175

Til baka takki