Fréttasafn

Nýr gæðastjóri Hrafnistuheimilanna

Nanna Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Hrafnistuheimilanna en starf gæðastjóra tilheyrir hinu nýja sviði, heilbrigðissviði, í skipuriti Hrafnistu. Hún tekur við starfinu af Unni G. Guðmundsdóttur sem er að láta af störfum samkvæmt eigin ósk.
Nanna Guðný er sjúkraþjálfari að mennt og er hún jafnframt að leggja lokahönd á rannsókn til meistaranáms í hreyfivísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Hrafnistu í tæp fimm ár og þar af síðustu þrjú ár sem aðstoðardeildarstjóri við sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Reykjavík. Hún hefur að auki sinnt ýmsum sérverkefnum, t.d. sem verkefnastjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu á Sléttuvegi og komið á fót sjúkraþjálfunardeildum á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Hún hefur komið að ýmsu gæðastarfi Hrafnistuheimilanna og setið í gæðateymi Hrafnistu frá 2010. Áður hefur Nanna Guðný meðal annars starfað sem sjálfstæður sjúkraþjálfari, sinnt ráðgjöf og kennslu.
Um leið og við þökkum Unni fyrir góð störf í þágu Hrafnistu, bjóðum við Nönnu velkomna til starfa en hún mun hefja störf fljótlega eftir páska. 
 

Lokahóf í lestrarverkefni Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla

Í október síðastliðinn hófst samvinnuverkefni milli iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla. Börnin í 5. bekk komu vikulega, hver bekkur á þriggja vikna fresti, með sínum kennara til að lesa fyrir heimilisfólk og einstaklinga í dægradvölinni. Þetta var hluti af lestrarátaki innan skólasamfélagsins og var markmiðið að börnin æfðu sig í að lesa upphátt og framburð. Þau lásu ýmist skólaljóð eða yndislestur og höfðu allir virkilega gaman af þessu lestrarverkefni. Það voru margar fallegar kveðjur sem áttu sér stað þar sem börnin þökkuðu fyrir sig og fólkið þeim fyrir að koma og lesa fyrir sig því það höfðu skapast mörg góð vinasambönd á þessum tíma. Guðni frá Fjarðarpóstinum kíkti á okkur, okkur til mikillar gleði. Einstaklega skemmtilegt og fræðandi samstarfsverkefni þarna á ferð og þökkum við börnunum og kennurum kærlega fyrir góðar stundir saman.

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði

Á föstudaginn var haldið þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði við mikinn fögnuð. Örn Árnason var veislustjóri, Jónas Þórir spilaði á píanó og synir Rúnars Júl héldu uppi stuðinu á ballinu.
Það var metþátttaka hjá okkur í ár og var gestafjöldinn hátt í 200 manns. Annríki bauð okkur uppá þjóðbúningasýningu og ákvað Pétur forstjóri Hrafnistuheimilanna að taka þátt og skellti sér í búning líka, það vakti mjög mikla gleði meðal gesta.

Það voru einnig margir fjölmiðlar með okkur þarna um kvöldið svo sem ríkissjónvarpið, ÍNN, Morgunblaðið og auglýsingastofan KOM sem tóku myndir og myndbönd af öllum herlegheitunum. Virkilega skemmtilegt kvöld í alla staði og mikil ánægja meðal heimilisfólks, gesta og starfsfólks.

Myndir frá þorrablótinu í Hafnarfirði:

  •  

     

    Starfsafmæli Hrafnistu í Hafnarfirði

    Lesa meira...
    Guðrún María Helgadóttir, starfsmaður á 4-B á fimmtán ára starfsafmæli.  Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann þá er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
     
    F.v. Pétur Magnússon, Elín Stefánsdóttir, Guðrún, Sólborg Tryggvadóttir og Árdís Hulda Eiríksdóttir
     
     

    Bæjarstjóri Hafnarfjarðar í heimsókn

    Lesa meira...
    Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kom í gær í opinbera heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir að hafa fengið kynningu á Hrafnistu gaf hann sér góðan tíma til að ganga um, kynna sér starfsemina og heilsa upp á heimilisfólk og starfsfólk. Haraldur var mjög áhugasamur um allt viðkomandi Hrafnistu og hreinlega alveg heillaður af okkar öfluga  og fjölbreytta starfi í þágu aldraðra.
    Í lok heimsóknarinnar hélt Haraldur íbúafund í menningarsalnum þar sem húsfyllir var. Þar kynnti Haraldur sjálfan sig, sagði frá ýmsum spennandi málum í Firðinum og svaraði fyrirspurnum.
    Glæsileg heimsókn og gott fyrir okkur að hafa jákvæðan bæjarstjóra í okkar garð.
     
  •  
     

    Nýr yfirlæknir í Hafnarfirði og Kópavogi

    Lesa meira...
    Íris Sveinsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir á Hrafnistu í Hafnarfirði og Kópavogi. Hún mun hefja störf 1. mars næstkomandi og tekur við starfinu af Hlyni Þorsteinssyni, sem lætur af störfum á næstunni að eigin ósk. Íris er heimilislæknir og hefur undanfarin ár starfað á heilsugæslustöðvunum í Salarhverfi og Bolungarvík.
     
    Um leið og Hlyni er þakkað fyrir góð og gegn störf fyrir Hrafnistu þá er Íris boðin hjartanlega velkomin að Hrafnistu.
    Lesa meira...

    Síða 175 af 175

    Til baka takki