Fréttasafn

Kvennahlaup Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Fimmtudaginn 11. júní héldum við á Hrafnistu í Kópavogi okkar árlega Kvennahlaup, en það er í fimmta skipti sem hlaupið er haldið í Boðaþingi.

Við hituðum upp við undirleik harmonikku, léttar veitingar og ljúfir tónar tóku svo á móti þeim sem komu í mark.

Elsti þátttakandinn fékk viðurkenningu, en það var hún Anna Samúelsdóttir 98 ára.

Dagurinn var vel heppnaður og sólin skein rétt á meðan hlaupið var.

Kvennahlaup Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Miðvikudaginn 3.júní héldu Reykvíkingar sitt kvennahlaup. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og veðrið lék við göngufólkið. Gengnar voru tvær vegalengdir. Eftir gönguna tóku leikskólakrakkar frá Vinagarði á móti þátttakendum með söng og skemmtilegri nærveru. Þetta var í alla staði vel heppnaður dagur og því er að þakka öllu starfsfólki sem hjálpaði til við gera svo mörgum mögulegt að taka þátt.

Starfsfólk endurhæfingardeildar. 

 

Bæjarstjórn tapaði enn og aftur í árlegri púttkeppni.

Lesa meira...

Heimilismenn Hrafnistu unnu öruggan sigur að venju á bæjarstjórn Hafnarfjarðar í púttkeppni í gær. Keppnin er haldin árlega og hefur farandbikarinn aldrei yfirgefið hillur Hrafnistu, enda hafa heimilismenn nægan tíma til æfinga á meðan bæjarstjórn situr á fundum dag

og nótt.

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fékk skammarverðlaun mótsins þar sem hann fór hringinn á flestum höggum. 

 

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Reykjavík

Eygló Tómasdóttir hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á  sameinaðri deild Lækjartorg – Engey – Viðey á Hrafnistu í ReykjavíkHún hefur störf þann 4. ágúst. Eygló útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.S. frá HÍ 2006. 

Við bjóðum Eygló velkomin til starfa á Hrafnistu.

 

Ekki verkföll á Hrafnistu

Viðræður milli Fíh (Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga) og SFV eru lítið komnar af stað en til þess að hægt sé að boða verkfall þurfa aðilar að gera árangurslausa tilraun til að ná samningum. Algengast er að stéttarfélögin hefji viðræður við ríkið og Samtök atvinnulífsins og SFV komi svo í kjölfarið. Því er ólíklegt að verkföll verði á Hrafnistu á næstunni.

 

Þetta á við um öll stéttarfélög sem starfa á Hrafnistu.

Framtíðarþing um farsæla öldrun

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun var haldið í sal Háskólans á Akureyri síðastliðinn mánudag. Rúmlega 60 manns á öllum aldri sátu þingið og kom meðal annars fram í máli fundarmanna að það þyrfti síður en svo að kvíða hækkandi aldri. Einnig að mikilvægt sé fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu að þekkja til hlítar þarfir og óskir aldraðra til að geta veitt sem besta þjónustu. Þá kom einnig fram að halda þurfi áfram að þróa þjónustuna við aldraða, t.d. félagsstarf og annað sem þessum hópi standi til boða.

Framundan er úrvinnsla gagna af þinginu og skýrslugerð með niðurstöðunum, en segja má að eitt af markmiðum þingsins sé að niðurstöðurnar verði leiðbeinandi fyrir stjórnvöld um það hvernig aldraðir vilja sjá sín mál þróast til framtíðar.

Framtíðarþingið á Akureyri var samstarfsverkefni Öldrunarráð Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Landsambands eldri borgara og Velferðarráðuneytisins. Stutt ávarp í upphafi þings fluttu Eiríkur Björn Björnsson, bæjarstjóri Akureyrar og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA.

Bravó! Brava!

Lesa meira...

Í tilefni af evrópska óperudeginum þann 9. maí sl. var boðið upp á stutta óperutónleika á Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór komu í heimsókn og sungu nokkur vel valin lög fyrir heimilsfólk og aðra gesti.
Þetta var ógleymanleg upplifun fyrir alla viðstadda og ætlaði lófaklappinu aldrei að linna að tónleikum loknum.
Bravó! Brava! 

Síða 173 af 175

Til baka takki