Fréttasafn

Bleik sveifla á Hrafnistu

Lesa meira...

Bleiki dagurinn var haldinn í dag á öllum Hrafnistuheimilunum og heimilsfólk og starfsfólk tók virkan þátt með því að klæðast bleiku. Hið vikulega dansiball á Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram í dag en það var að sjálfsögðu með bleiku yfirbragði í tilefni dagsins. Kristján Þór Júlí­us­son, heilbrigðisráðherra, var í Hafnarfirðinum og steig nokk­ur spor af tals­verðri list. Hildigunnur Sig­valda­dótt­ir sem er einn heim­il­is­manna dansaði við ráðherr­ann en hún er móður­syst­ir Kristjáns Þórs. Hún seg­ir að alltaf liggi vel á fólki á föstu­dög­um þegar dans­skórn­ir séu tekn­ir fram og að fólk komi víða að til að taka þátt.

mbl.is var á Hrafn­istu í dag.

 

Hægt er að sjá myndband frá fréttinni hér:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/16/bleik_sveifla_a_hrafnistu/

 

 

Opnun á myndlistarsýningu Þórdísar Kristinsdóttur Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Í dag var opnuð, á Hrafnistu í Hafnarfirði, myndlistarsýning Þórdísar Kristinsdóttur. Þórdís mun vera sannkallaður gaflari og mjög fær listakona.

 

Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 15. október til 18. nóvember 2015

Þórdís Kristinsdóttir er fædd árið 1930 í Hafnarfirði þar sem hún hefur alið allan sinn aldur. 
Hún lærði í Listaskólanum við Hamarinn og var ein af fyrstu nemendum skólans. Þórdís hefur einnig numið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hjá listamönnunum Þorra Hringssyni og Jean Antoine Posocco. Hún hefur sótt ýmis myndlistarnámskeið í Reykjavík og Hafnarfirði.
Þórdís hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en fyrsta einkasýning hennar var í Gallerí Jörð, Hafnarfirði í október árið 2000.

Upplýsingar um sýninguna fást hjá Þórdísi í síma 861 3072 en einnig má fá upplýsingar hjá Böðvari Magnússyni í síma 892 7393.

 

Lesa meira...

Síða 166 af 176

Til baka takki