Fréttasafn

Ína Skúladóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ína og Eyrún
Lesa meira...

Ína Skúladóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ína Skúladóttir og Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni.

Gulur dagur á Hrafnistuheimilunum - Gleðilega páska!

Lesa meira...

Fólkið okkar á Hrafnistu í Reykjavík var önnum kafið við störf á vinnustofunni í dag. Í tilefni af gulum degi og dimbilviku voru margir skreyttir gulum fylgihlutum eða gulum klæðnaði frá toppi til táar. Málaðir voru gulir dúkar fyrir páskana og garðálfar, sem eru sérlega vinsælir.

Mest um vert er að vera í góðu skapi og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi.

 

Gleðilega páska!  

 

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf er komið út en það er gefið út  tvisvar á ári í um tvö þúsund eintökum. Blaðinu er dreift til íbúa Hrafnistuheimilanna og íbúa í þjónustuíbúðum við Hrafnistu. Því er einnig dreift til annarra hjúkrunarheimila á landinu, heilsugæslustöðva, sveitarstjórnarmanna, alþingismanna, fjölmiðla og fleiri aðila.  

Hrafnistubréfið er hægt að finna hér á heimasíðu Hrafnistu. Með því að fara á forsíðu Hrafnistu er það í stiku til hægri á síðunni og auðvelt að lesa það með því að smella á myndina.

 

 

Lesa meira...

Kjörár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga

Efri röð f.v. Jenný, Ragnhildur, Birna og Ásthildur
Lesa meira...

Hrafnista býður upp á spennandi valkosti fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða Kjörár þar sem hjúkrunarfræðingum gefst kostur á að kynnast öldrunarhjúkrun í víðum skilningi.

Á meðfylgjandi mynd eru kjörársnemar Hrafnistu 2015 – 2016, efri röð frá vinstri: Jenný, Ragnhildur, Birna og Ásthildur

Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

Lesa meira...

Jóhanna B. Guðmundsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Dagný, Jóhanna, Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

Jóhanna B. Guðmundsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Dagný Jónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi, Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Kristín Hafsteinsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Guðríður, Kristín og Pétur.
Lesa meira...

 

Kristín Hafsteinsdóttir, sjúkraliði á Sjávar-/Ægishrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Guðríður Sigurðardóttir deildarstjóri á Sjávar-/Ægishrauni, Kristín Hafsteinsdóttir og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Svipmyndir frá heimsókn Karlakórsins Heimis laugardaginn 12. mars

Lesa meira...

Karlakórinn Heimir hélt tónleika í Skálafelli á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 12. mars. Það var mikil eftirvænting hjá heimilisfólki enda um að ræða 70 manna kór úr Skagafirðinum. Um 140 manns hlýddu á tónleikana og var stemningin gríðarlega góð. Sama dag var kórinn með tónleika í Grafarvogskirkju. Kórfélagarnir gistu á hóteli í grend við Hrafnistu og að sögn kórstjórans fannst þeim tilvalið að kíkja við á Hrafnistu áður en þeir skelltu sér þangað.

Kórmeðlimir komu færandi hendi og færðu heimilismönnum geisladiska sem karlakórinn hefur gefið út.

Við þökkum karlakórnum Heimi kærlega fyrir tónleikana og þá gleði sem þeir færðu heimilisfólki á Hrafnistu.

 

Með því að smella á slóðina hér fyrir neðan má hlýða á kórinn syngja „Undir bláhimni“ sem alltaf er gaman að hlusta á.

 

 

https://drive.google.com/file/d/0BxnmismDal2BdkZQTlRsV0hKR1E/view

 

 

Lesa meira...

Rithöfundar í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Starfsfólk á vinnustofu Hrafnistu Reykjavík eru að lesa upp úr bók Helgu Guðrúnar Johnson Saga þeirra sagan mín. En þar skráir Helga Guðrún ótrúlega kynslóðasögu þriggja sjálfstæðra kvenna og sviptir hulunni af sögum sem hafa legið í þagnargildi alltof lengi.  Í vikunni kom svo sjálfur höfundurinn í heimsókn og las upp úr fyrrnefndri bók við mikinn fögnuð heimilismanna.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom einnig í heimsókn í vikunni náði upp mikilli stemningu með lestri úr bók sinni Litlar byltingar. Litlar byltingar eru sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld. Hér óma raddir mæðgna, systra og dætra sem dreymir um betri daga, sléttar götur, frjálsar konur og börn sem lifa. Heimilisfólkið okkar vildi heyra meira og meira. Hún kemur aftur til okkar og þá verður framhald. Mjög skemmtilegt þegar höfundar eru gjöfulir á verkin sín.

Þökkum þeim Helgu Guðrúnu og Kristínu Helgu kærlega fyrir góðar stundir. 

 

Lesa meira...

Föstudagsfræðsla á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 11. mars

Lesa meira...

Soffía S. Egilsdóttir, félagsráðgjafi, verður með fræðslu fyrir starfsfólk, heimilisfólk og dvalargesti Hrafnistu í dag föstudaginn 11. mars kl. 13:40 í samkomusalnum Helgafelli 4. hæð Hrafnistu í Reykjavík.

 

Fræðsluerindi dagsins er: Hlutverk aðstandenda

Síða 155 af 176

Til baka takki