Fréttasafn

Þrír nýjir stjórnendur á Hrafnistu í Reykjanesbæ

3d small people holding hands in the word "team". 3d image. Isolated white background.
Lesa meira...

 

 

Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Hlévangi. Guðlaug útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2009. Frá útskrift hefur  Guðlaug starfað á Hlévangi,  hjá Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum og svo hjá Hrafnistu Hlévangi eftir að Hrafnista tók við rekstrinum, lengst af sem aðstoðardeildarstjóri. Guðlaug hefur störf sem deildarstjóri 1. ágúst næstkomandi. Við bjóðum Guðlaugu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

Lesa meira...

Guðfinna Eðvardsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri Hrafnistu Hlévangi frá 1. ágúst næstkomandi. Guðfinna starfaði sem læknaritari við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1995 til 2005. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við heimahjúkrun og á lyf- og handlækningadeild 2009-2010. Kom til starfa á Hlévangi  2010 sem þá var rekið af Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum, Guðfinna hefur starfað hjá Hrafnistu frá því að Hrafnista tók við rekstrinum árið 2014. Jafnframt starfaði Guðfinna á Lærdal alders og sjukeheim í Noregi árið 2014. Samhliða hjúkrun hef hún starfað sem flugfreyja undanfarin ár.

Í haust mun hún hefja diplomanám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Við bjóðum Guðfinnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

Lesa meira...

 

Edda Rún Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ræstingastjóri og ritari fyrir Hrafnistu í Reykjanesbæ. Edda útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorið 2006. Edda hefur lokið grunnnámi í Háriðn. Edda hefur starfað hjá Hrafnistu frá því að Hrafnista tók við rekstri í Reykjanesbæ og þar áður hjá Dvalarheimili aldraðara á suðurnesjum frá árinu 2005. Edda tekur við starfinu þann 1. maí. Við bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

 
 
 

Gítarleikur á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Þann 6. apríl sl. komu feðgarnir Ívar Símonarson og Símon H. Ívarsson í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík ásamt fríðu föruneyti. Þeir leiddu samspil ungra gítarnemenda sinna þar sem yngstu nemendurnir voru 9 ára.
Lögin sem þeir spiluðu voru öllum vel kunn. Keðjusöngurinn Meistari Jakob, Krummi svaf í klettagjá, Hlíðarendakot og á Sprengisandi. Heimilisfólk á Hrafnistu í Reykjavík skemmti sér vel og tók vel undir með söng.

 

 

Lesa meira...

Jóhanna G. Erlingsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Jóhanna og Sigrún
Lesa meira...

 

Jóhanna G. Erlingdóttir, hjúkrunarfræðingur á Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jóhanna og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

Rungjit T. Trakulma 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Eygló, Sigrún, Rungjit og Pétur
Lesa meira...

 

Rungjit T. Trakulma, félagsliði á Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eygló Tómasdóttir deildarstjóri Engey/Viðey, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Rungjit og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Páskapíla 2016 á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi hélt sitt árlega páskapílumót þann 23. mars sl. undir dyggri stjórn Katrínar Heiðu íþróttafræðings.

 

Vinningshafar voru sem hér segir:

1.    sæti: Sigurbjörn Þorgríms

2.    sæti: Sigríður Friðriksdóttir

3.    sæti: Sigurður Bárðarson

 

Vel var mætt og mikil gleði.

Skálað var í sherrý í lok móts.

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi heldur upp á 6 ára afmæli

Lesa meira...

Hrafnista Kópavogi hélt upp á 6 ára afmælið sitt með hefðbundnum hætti föstudaginn 18. mars sl. Dásamlegur lambahryggur var eldaður á deildunum og mikill metnaður lagður í sósugerð þar sem keppni var á milli deilda og verðlaun í boði. Krummalundur bar sigur úr býtum, en mjótt var á munum. Íbúar og starfsfólk naut samverunnar og nærði sál og líkama í gleði, söng, mat og drykk.

 

Lesa meira...

Páskahátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði naut páskahátíðarinnar með tilheyrandi hefðum. Á páskadag var hátíðarguðsþjónusta í Menningarsalnum þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, organisti var Kristín Waage, hátíðarkvartett söng og forsöngvari var Þóra Björnsdóttir.


*myndir tók Hjördís Ósk hjúkrunarfræðingur

 

 

Lesa meira...

Síða 154 af 176

Til baka takki