Previous Page  15 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 15 / 48 Next Page
Page Background

15

H r a f n i s t u b r é f

I

ngvar Georg Ormsson vél-

virkjameistari hefur búið í

Keflavík frá árinu 1950 og

þar búa öll börn hans og eigin-

konunnar, Ágústu Vilhelmínu

Randrup sem lést 12. nóvem-

ber 2013. Í kjölfar andláts henn-

ar bjó Georg, eins og hann er

kallaður í daglegu tali, áfram á

heimili þeirra hjóna á Framnes-

veginum en fluttist fyrr á þessu

ári á Hrafnistu á Nesvöllum í

Reykjanesbæ.

„Ég fæddist í Reykjavík 11.

ágúst 1922 og varð 94 ára núna

í sumar,“ segir Georg þar sem

hann situr í hægindastól á her-

bergi sínu í Fögruvík á Nesvöll-

um. Georg bjó með foreldrum

sínum á Baldursgötu 31 til níu

ára aldurs en 1931 flutti fjöl-

skyldan til Hofgarða í Staðar-

sveit á Snæfellsnesi ásamt

börnum sínum sex sem þá voru

fædd, en alls urðu börnin tólf.

Systkini Georgs eru Hrefna

(f. 1919, d. 2004), Ormur Guð-

jón (f. 1920, d. 2006), Vilborg (f.

1924, d. 2010), Sverrir (f. 1925,

d. 2014), Þórir Valdimar (f. 1927,

d. 2002), Helgi Kristmundur

(f. 1929), Karl Jóhann (f. 1931),

Sveinn Ólafsson Ormsson (f.

1933), Gróa (f. 1936), Guðrún (f.

1938) og Árni Einar (f. 1940).

Vindmyllur áberandi í sveitunum

„Við vorum á Hofgörðum í sjö

ár og fluttum þá á Laxárbakka.

Ári síðar, þegar ég var 17 ára fór

ég að vinna með pabba í raf-

virkjun,“ en faðir Georgs var

Ormur Ormsson frá Efri-Ey í

Meðallandi, bóndi og síðar raf-

veitustjóri í Borgarnesi frá 1941.

Móðir hans var Helga Krist-

mundsdóttir frá Vestmannaeyj-

um.

„Pabbi vann við rafvirkjunina

samhliða bústörfunum og ég var á