Previous Page  12 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 48 Next Page
Page Background

12

H r a f n i s t u b r é f

Árlega leggja félagar í karlakórn-

um Heimi í Skagafirði í helgarferð

ásamt eiginkonum sínum til suð-

vesturhornsins. Í helgarferðinni sl.

vor hélt kórinn tvenna stórtónleika

fyrir sunnan, m.a. í Hljómahöllinni

í Reykjanesbæ, sem er í næsta húsi

við Hrafnistu þar í bæ, og í Graf-

arvogskirkju í Reykjavík, í báðum

tilvikum við feykigóðar undirtekt-

ir. En kórinn lét ekki þar við sitja

því hann kom einnig fram á sex

öðrum stöðum, m.a. á Hrafnistu í

Reykjavík strax að loknum tónleik-

unum í Grafarvogi. Á Hrafnistu

sungu Heimismenn fyrir fullum

sal. Í helgarlok flýttu kórfélagar sér

heim í kapphlaupi undan djúpri

lægð af Grænlandssundi sem nálg-

aðist suðvesturströndina og náði

lægðin heimaslóðum kórfélaga þá

um nóttina þar sem hún olli millj-

ónatjóni í firðinum. En Heimir lét

það ekki á sig fá heldur hóf þegar

strangar æfingar fyrir hátíð Sælu-

vikunnar sem framundan var.

n

Karlakórinn Heimir

gladdi Hrafnistumenn