Fréttasafn

Öryggisbúnaður eða fjötrar?

Lesa meira...

 

Þau Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala og formaður félags íslenskra öldrunarlækna, María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna, Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala og formaður Læknafélags Íslands og Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ritað grein varðandi öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum. Greinina má nálgast hér: Öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum: Fjötrar eða öryggisbúnaður?

Þær María Fjóla og Steinunn voru gestir í morgunþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má nálgast hér: Bítið – Getum við treyst að vel sé farið með gamla fólkið okkar?

 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður færir Hrafnistu fjölþjálfa æfingartæki

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður hefur afhent  Hrafnistu í Laugarási, Skógarbæ og Boðaþingi þrjú endurhæfingar- og styrktartæki frá framleiðandanum Spirit og eru að verðmæti um tvær milljónir króna. Um er að ræða svokallaða fjölþjálfa sem þjálfa bæði hendur og fætur og verða þeir staðsettir í Laugarási og í Skógarbæ og sethjól sem þjálfar fætur og verður staðsett í Boðaþingi. Tækin koma til með að nýtast bæði íbúum og öðrum þjónustuþegum Hrafnistu. Við þökkum Lionsmönnum kærlega fyrir rausnarlegar gjafir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar æfingartækin voru afhent á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Lokahóf púttklúbbs Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Lokahóf púttklúbbs Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldið fyrr í haust í boði Naustavarar. Systkinin Viðja Magnúsdóttir og Tómas Magnússon spiluðu á fiðlu og selló auk þess sem þau spiluðu saman á píanó og tóku lagið. Það var sannarlega mikið fjör og gleði. Boðið var upp á kótilettur í raspi og með því, ís í desert og allir voru í stuði.

 

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

Það var sannarlega hátíðleg stund á Hrafnistu Skógarbæ sl. fimmtudagskvöld þegar árlegur haustfagnaður fór þar fram. Íbúar og aðstandendur mættu prúðbúnir til leiks og nutu þess að eiga saman ljúfa kvöldstund þar sem Gói, Guðjón Davíð Karlsson, sá um að skemmta fólki og boðið var upp á dýrindis kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. 

 

Lesa meira...

Hrekkjavaka á Hrafnistu

Lesa meira...

Það voru heldur ófrínilegar verur sem mættu til vinnu á Hrafnistuheimilunum í gær, en þá fór hrekkjavaka fram. Einhverjir klæddu sig upp í búninga og hræddu mann og annan en allt fór þetta þó friðsamlega fram og lífgaði svo sannarlega upp á daginn. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum í gær.

 

Lesa meira...

Aldarafmæli Grundar

Lesa meira...

Samherjar okkar í öldrunarþjónustunni, Grundarheimilin, fögnuðu hvorki meira né minna en hundrað ára afmæli sínu um helgina. Tímamótunum hefur verið fagnað með margvíslegum hætti og sl. laugardag var efnt til afmælishófs í hátíðarsal Grundar við Hringbraut. Við það tækifæri afhenti Aríel Pétursson, formaður SDR, kollega sínum í stjórnarformannsstóli Grundar, Jóhanni J. Ólafssyni, afsteypu af styttunni Horft til hafs sem Ingi Þ. Gíslason gerði fyrir Sjómannadagsráð og afhjúpuð var fyrir rétt rúmum aldarfjórðungi síðan. Styttan stendur í sinni fullu stærð austast á hafnarbakkanum í Reykjavíkurhöfn og hefur frá upphafi verið ætlað að minna borgarbúa og aðra landsmenn á að það voru fiskimenn sem breyttu bænum í borg.

Á milli heimilanna hefur alla tíð verið gott og gjöfult samstarf og við óskum Grund innilega til hamingju með þennan merka áfanga í farsælli sögu sinni. 

 

Á meðfylgjandi mynd eru fv. Jóhann J. Ólafsson og Aríel Pétursson. 

 

Lesa meira...

Fjallabræður syngja fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Hinir einu sönnu Fjallabræður heimsóttu íbúa á Hrafnistu Hraunvangi sl. þriðjudagskvöld og sungu sig inn í hjörtu allra viðstadda. Íbúar og aðrir gestir troðfylltu Menningarsalinn en  um 170 manns mættu á viðburðinn og stemningin var mikil. Við þökkum þeim Fjallabræðrum kærlega fyrir komuna og sönginn, þetta var yndisleg kvöldstund.

Söngur Fjallabræðra

 

Lesa meira...

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi,  hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Brynja fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Brynja er jafnframt að láta af störfum hjá okkur á Hrafnistu ásamt Ágústu Hinriksdóttur sem einnig hefur starfað á Hrafnistu, í yfir 30 ár og voru þær stöllur kvaddar með blómum með kæru þakklæti fyrir góð störf í þágu aldraðra í gegnum tíðina.

Á myndinni eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Hrönn Önundardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni, Ágústa Hinriksdóttir, Brynja Þórdís Þorbergsdóttir og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Ísafold sl. fimmtudag. Venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti, sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og hinum strangheiðarlegu íslensku grænu baunum frá Ora.  Vinir Ragga Bjarna sáu um að halda uppi fjörinu og íbúar, aðstandendur og aðrir gestir skemmtu sér vel.

 

Lesa meira...

Síða 11 af 175

Til baka takki