Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Tannlæknaþjónusta á Hrafnistu

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2022_Tannlknajnusta--Hrafnistu.jpeg

Nú býðst öllum nýjum íbúum Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjarnesi að fara í skoðun á Tannlæknastofum sem Hrafnista er í samstarfi við. Einnig býðst öllum þeim sem ekki hafa tök á að sækja tannlæknaþjónustu utan heimilis að fá tannlæknaþjónustu inni á heimilinu. Eftir tannlæknatímann verða útbúnar leiðbeiningar um munnhirðu íbúans og mun starfsfólk á hjúkrunardeild fylgja þeim eftir. Einnig mun koma fram hvenær íbúinn þarf næst að koma í eftirlit og hvort þörf sé á meðferð. Umboðsmenn íbúa og aðstandenda og verkefnastjóri á heilbrigðissviði sjá til þess að kynna tannlæknaþjónustuna fyrir nýjum íbúum og aðstandendum. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs sér um tímabókanir og veitir frekari upplýsingar. Senda skal fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir íbúar sem eru í reglulegu eftirliti hjá sínum tannlækni halda því að sjálfsögðu áfram.

 

 

 

Til baka takki