Previous Page  6 / 48 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 48 Next Page
Page Background

6

H r a f n i s t u b r é f

á hverjum tíma séu meðvituð um

þær fjárhæðir sem nauðsynlegar

eru til málaflokksins svo uppfylla

megi þær væntingar og kröfur sem

yfirvöld vilja gera.

Nýlega var gengið frá fyrsta heild-

stæða samningnum um þjónustu

hjúkrunarheimila hér á landi. Hing-

að til hafa flest hjúkrunarheimilin

verið rekin fyrir daggjöld sem ríkið

hefur lagt til án samninga, í mörgum

tilfellum áratugum saman. Þetta eru

því tímamót fyrir bæði veitendur og

notendur þjónustunnar. Kröfulýsing

gegnir þar lykilhlutverki. Þessu ber að

fagna enda er mjög mikilvægt að þjón-

ustan sé vel skilgreind eins og hér að

framan er lýst. Því má auðvitað aldrei

gleyma að velferðarþjónustan snýst

um lífsgæði fólks, en ekki línulegar

myndir í excelskjali. Engu að síður

er kostnaðargreining lykilhugtak í

nútíma heilbrigðis- og velferðarþjón-

ustu.

Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu

þurfa oftar en ekki að sitja undir

ámæli á opinberum vettvangi, eink-

um samfélagsmiðlum, þar sem þeim

er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir

í störfum sínum þegar þeir eru sam-

viskusamlega að uppfylla lög, reglu-

gerðir og kjarasamninga og geta af

þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjár-

heimildir. Auðvitað á að gera sömu

kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis-

og velferðarþjónustu um hagkvæmni,

áætlunargerð og eftirfylgni eins og til

annarra. Það verður bara að liggja fyr-

ir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir

þeirri þjónustu sem veita á með þeim

réttindum og skyldum sem henni

kunna að fylgja.

Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljót-

um við að gera þá kröfu að farið sé

með sameiginlega sjóði okkar með

ábyrgum hætti en að sama skapi sé

ekki verið að búa til væntingar um

þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem

aldrei verður hægt að uppfylla með

þeim fjárhæðum sem eru til skipt-

anna. Það er mikilvægt að þeir sem

höndla með almannafé viti hvað

hlutirnir kosta. Það er líka mikil-

vægt að yfirvöld geri sér grein fyrir

því um hvað þau biðja þegar samið er

um heilbrigðis- og velferðarþjónustu

og ekki síður hvernig fjármagna eigi

þjónustuna. Aðeins þannig getum

við hlúð betur að heilbrigðis- og vel-

ferarþjónustunni, þessari grunnstoð

samfélags okkar sem landsmenn hafa

gefið skýrt merki um.

Að lokum vil ég þakka öllu heim-

ilisfólki, starfsfólki og velunnurum

Hrafnistu fyrir ánægjulegt sumar. Ég

hlakka til að takast á við ný ævintýri

með ykkur öllum á komandi vetri.

Pétur Magnússon,

forstjóri Hrafnistuheimilanna

Holl, ristuð hafragrjón

SÓLSKIN BEINT

Í HJARTASTAD

-

H

A

F

R

A

T

R

E

F

J

A

R

L

Æ

K

K

A

K

Ó

L

E

S

T

E

R

Ó

L

V

E

L

D

U

H

E

I

L

K

O

R

N

Frá forstjóra