Fréttasafn

Inga Guðrún Sveinsdóttir ráðin aðstoðardeildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Inga Guðrún Sveinsdóttir, iðjuþjálfi, hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Reykjavík frá  1. janúar 2018. Inga Guðrún hefur starfað sem iðjuþjálfi á Hrafnistu í Reykjavík frá því sumarið 2012, fyrir utan árs leyfi. Þann tíma starfaði hún hjá Janusi starfsendurhæfingu.

Inga Guðrún útskrifaðist með BS - próf í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri í  júní 2012. Hún er einnig menntaður sjúkraliði og hefur starfað í heilbrigðiskerfinu í Danmörku og á Íslandi. Má þar meðal annars nefna á LSH, sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti, hópstjóri á Sjálfsbjargarheimilinu og við dagþjálfun í Hlíðabæ. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem lúta m.a. að öldrun og þjónustu við einstaklinga sem glíma við heilabilunarsjúkdóma.

 

Lesa meira...

Árlegt sérrísund í desember á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í desember sl. hélt starfsfólk sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Hafnarfirði hið árlega sérrísund. Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir spilaði og söng jólalög við góðar undirtektir viðstaddra.

Fjarðarpósturinn kíkti við og tók nokkrar skemmtilegar myndir sem hægt er að skoða með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

http://fjardarposturinn.is/saela-og-songur-i-serrisundi/

 

 

Lesa meira...

Arion banki færir Hrafnistu stórt málverk eftir Svein Björnsson

Lesa meira...

Hildur Markúsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Hafnarfirði, afhenti í gær Hrafnistu í Hafnarfirði glæsilega gjöf fyrir hönd bankans. Gjöfin er stórt málverk eftir hafnfirska listamanninn og rannsóknarlögreglumanninn Svein Björnsson, sem gerði sjósókn góð skil í verkum sínum.

Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs tók við gjöfinni og þakkaði Arion banka fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Hildur Markúsdóttir frá Arion banka og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu. 

 

Fjarðarfréttir voru á staðnum og tók skemmtilegar myndir frá afhendingunni. Þær má skoða með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

http://www.fjardarfrettir.is/frettir/mannlif/gaf-hrafnistu-stort-malverk-eftir-svein-bjornsson  

 

Lesa meira...

Irena Breiviene 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hrönn, Irena og Pétur.
Lesa meira...

 

Irena Breiviene, starfsmaður í býtibúri á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Irena og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Elínborg Jóhannsdóttir 35 ára afmæli á Hrafnistu

F.v. Elínborg og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu
Lesa meira...

 

Elínborg Jóhannsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Lesa meira...

Sinfóníuhljómsveit Íslands með tónleika á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær þegar meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands​ héldu tónleika fyrir heimilisfólk. Sjónvarpað var upp á hjúkrunardeildar frá tónleikunum í gegnum Hrafnisturásina svo að allir gætu notið. Dagskráin samanstóð af klassískum jólaperlum sem kom öllum svo sannarlega i jólaskapið og heimilisfólkið naut afskaplega vel.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn.

 

Með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan er hægt að hlýða á nokkra tóna sem spilaðir voru í gær.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947059008891309/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947060235557853/

 

Lesa meira...

Síða 110 af 176

Til baka takki