Fréttasafn

Haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 20. október nk.

Skráning verður í aðalanddyri á Hrafnistu í Reykjavík til þriðjudagsins 18. október frá kl. 10:00 – 16:00.

Hingað til hafa íbúar aðeins geta boðið einum gesti með sér en í ár geta íbúar boðið tveimur gestum. Verð fyrir gest er kr. 4.000,-

 

Sjónvarpað verður frá haustfagnaðinum á Hrafnisturásinni.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

 

Lesa meira...

Guðrún Erna Sigurðardóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Guðrún Erna og Anný Lára.
Lesa meira...

 

Guðrún Erna Sigurðardóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðrún Erna og Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni.

 

 

 

 

Lesa meira...

Rannveig Helgadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

Rannveig og Pétur, forstjóri Hrafnistu.
Lesa meira...

 

Rannveig Helgadóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu þriðjudaginn 18. október nk.

Lesa meira...

 

Þriðjudaginn 18. október nk. verður haldið málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem ber yfirskriftina „Er vilji til breytinga?“ þar sem þeirri spurningu verður varpað fram hvort að það sé raunverulegur vilji hjá stjórnmálaflokkum að bæta þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Fulltrúar frá öllum helstu stjórnmálaflokkum verða með stutt erindi.

Málþingið verður haldið á Hótel Natura kl. 13:30 - 15:30.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hrafnistu í Hafnarfirði barst nýlega höfðingleg  gjöf. Um er að ræða 5 flutningshjólastóla sem gefnir eru af aðilum sem eiga aðstandendur á heimilinu. Stólarnir verða til taks á hverri hæð og verða meðal annars nýttir til að auðvelda íbúum að sækja sér þá þjónustu og  viðburði sem í boði eru á heimilinu.

Stólarnir eru XS Aluminium krossramma hjólastólar, bólstraðir með stillanlegum bakdúk, uppfellanlegum örmum sem hægt er að dýptarstilla, hraðlosun á hjólum, veltivörn, 5 cm sessu, mjaðmabelti og tvískiptum fótahvílum þar sem hægt er að stilla fótplötu og eins að taka hana af.

 

Hrafnista þakkar þessum aðilum fyrir hlýhug og frábæra gjöf sem á eftir að nýtast íbúum heimilisins vel.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 143 af 176

Til baka takki