Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 3. júní 2016 - Gestaskrifari er Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hvað er að frétta af Hrafnistu?

Ég er gjarnan spurð þessarar spurningar þegar ég hitti fólk á förum vegi. „Allt gott“, segi ég, „við verðum að bera höfuðið hátt og vera jákvæð“. Fólk vill ekki fá fyrirlestur um allof lág daggjöldin, mönnunarmódel Landlæknisembættisins, kröfulýsingar ráðuneytisins, úttekt Lyfjastofnunar, heimsókn heilbrigðiseftirlitsins, samninga við sjúkratryggingar, fundi með stéttarfélögum, heimsókn vinnueftirlitsins, öryggiskröfur, gæðaeftirlit eða rekstarerfiðleika hjúkrunarheimila. Já, það getur verið flókið að vinna eftir margskonar lögum og reglugerðum, það sem okkur finnst skipta íbúa og starfsmenn máli er kannski ekki alltaf það sem oft eldgamlar reglugerðir segja til um. En aftur að fréttunum, í dag á tímum vefmiðla, twitter og facebook eru fréttir fljótar að berst og eins og svo oft eru slæmar fréttir fljótari að berast en góðar. Hver nennir að deila frétt um gleði og fallega hlut þegar að kemur að krassandi frétt um hve illa er hugsað um gamla fólkið á Íslandi, 675 like á lélegt kaffibrauð á einu hjúkrunarheimilinu um daginn særði marga sem vinna í þessum geira og leggja allt sitt í að sinna sínum. Ég vildi að það væri hægt að deila með ykkur ilminum af nýbökuðum vöfflum, kökum og kaffibrauði sem reglulega ilmar um ganga Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi. Ég deili hér með ykkur myndinni af kökuveislunni sem haldin var óvænt á Hlévangi um daginn, vonandi fæ ég 676 like á hana. Nú er sjómannadagurinn um helgina og hátíð á Hrafnistu eins og venjulega. Ég óska ykkur og okkur öllum til hamingju með daginn og eigið góða helgi.

 

Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ

 

 

 

Lesa meira...

Síða 274 af 330

Til baka takki