Hrafnista Hraunvangi er staðsett í hraunjaðri Hafnarfjarðar með útsýni yfir Hafnarfjörð, Keili, Snæfellsjökul og út á Faxaflóa. Á lóð heimilisins er púttvöllur sem aðstandendur geta nýtt með íbúum. Á Hrafnistu Hraunvangi er rekið kaffihús þar sem kostur gefst á að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta kaffidrykkja og veitinga
Við heimilið er lífsgæðakjarni sem endurspeglar samspil hjúkrunarheimilis, leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja myndast kjarni með fjölbreyttri þjónustu. Það stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.
Á kaffihúsinu eiga íbúar og gestir notalegar stundir þar sem boðið er uppá kaffidrykki og aðrar veitingar. Útsýnið úr kaffihúsinu er einstakt yfir hraunið og út á Faxaflóa.
Á heimilinu er einstaklega blómlegt félagslíf þar sem íbúar og gestir njóta skemmtilegra samverustunda. Á heimilinu eru einnig starfandi virknistjórar sem hvetja íbúa til að taka þátt í þeirri afþreyingu sem þeim hentar hverju sinni.