Markmiðið með skammtímadvöl á Hrafnistu er að gera öldruðum kleift að búa lengur í sjálfstæðri búsetu með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra. Það er gert með markvissu starfi innan Hrafnistu og stuðningi og ráðgjöf til aðstandenda. Í skammtímadvöl býðst þjónustuþegum að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru á heimilinu eftir getu og áhuga hvers og eins.