Hverjir eiga kost á að koma í skammtímadvöl?
Aldraðir sem búa heima geta sótt um að komast í skammtímadvöl.
Hvernig sæki ég um skammtímadvöl?
Sótt er um skammtímadvöl í gegnum færni- og heilsumatsnefnd í því heilbrigðisumdæmi sem einstaklingurinn á lögheimili.
Hver eru næstu skref?
Ef umsókn hefur verið samþykkt þarf umsækjandi að hafa samband við hjúkrunarheimilið.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
Hjúkrunarheimilið veitir upplýsingar um það sem þarf að taka með í skammtímadvöl.
Hvar er skammtímadvöl í boði?
Skammtímadvöl er í boði á Hrafnistu Hraunvangi og Laugarási.
Hversu lengi er skammtímadvöl?
Misjafnt er hversu langan tíma einstaklingar fá úthlutað í skammtímadvöl og er tímalengdin ákveðin af Færni- og heilsumatsnefnd.