Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Hrafnistu en sérð ekki auglýst starf sem hentar þér?
Sæktu þá um hér.
Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða matreiðslumenn í framleiðslueldhúsið.
Starfshlutfall og vaktir samkomulagsatriði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
Eldhúsið í Laugarási þjónar Hrafnistuheimilunum 6 á höfuðborgarsvæðinu. Eldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús landsins eftir viðamiklar endurbætur og stækkun upprunalega eldhússins á Hrafnistu í Laugarásnum í nóvember árið 2019. Með stækkun eldhússins fóru framleiðsluafköst úr 850 í 1.800 skammta á sólarhring fyrir Hrafnistuheimilin. Auk stækkunar og skipulagsbreytinga á nýtingu rýmisins voru nær öll tæki til starfseminnar endurnýjuð eins og nauðsynlegt var vegna aukinna framleiðsluafkasta.
Í eldhúsum Hrafnistuheimilanna er matreiddur fjölbreyttur heimilsmatur. Flest allt sérfæði sem þörf er á er eldað á Hrafnistu og leitast er við að maturinn henti sem flestum.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Haukur Magnússon, deildarstjóri (olafur.magnusson@hrafnista.is)