Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Hrafnistu en sérð ekki auglýst starf sem hentar þér?
Sæktu þá um hér.
Ert þú samviskusamur og skipulagður hjúkrunarfræðingur í leit að nýju starfstækifæri? Hefur þú áhuga á að prófa þig áfram í stjórnunarstöðu en vilt á sama tíma fá að sinna hjúkrun?
Þá erum við mögulega að leita að þér.
Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða til sín aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar í 80-100% starf. Um tímabundið starf er að ræða í um það bil eitt ár.
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og aðstoðar við ýmis verkefni tengd rekstri og stjórnun deildar. Aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar eru sömuleiðis með ákveðin fagleg ábyrgðarsvið á deildinni og er vaktafyrirkomulag eftir samkomulagi.
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
Hrafnista Hraunvangi er eitt átta heimila Hrafnistu og jafnframt það stærsta en þar búa að jafnaði 199 íbúar. Heimilinu er skipt upp í fjórar hjúkrunardeildir og á hverri deild búa 42-53 íbúar.
Hrafnista vinnur eftir hugmyndafræði Hrafnistu. Hugmyndafræðin snýr að því að Hrafnista sé leiðandi í öldrunarþjónustu á Íslandi og vinnur að því að veita öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Við vnnum stöðugt að því markmiði að veita framúrskarandi þjónustu svo íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan – en það teljum við vera hornsteina þess virðis sem við viljum skapa fyrir okkar viðskiptavini.
Ef þú vilt vinna á fjölskylduvænum vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási (sigrun.stefansdottir@hrafnista.is)