Vel heppnuð ráðstefna í Hörpu

Ráðstefnan Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld fór fram í Hörpu, fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt og þar komu fram fjölmargir fyrirlesarar sem starfa á einn eða annan hátt við öldrunarþjónustu og tækniþróun í heilbrigðisgeiranum. Bergur Ebbi var fundarstjóri.

Góð stemning var á ráðstefnunni og fyrirlestrarnir fræðandi og einnig var slegið á létta strengi – og meira að segja sungið! Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, opnaði ráðstefnuna á stuttu erindi og tók svo upp gítarinn og fékk allan salinn til að syngja Í Hlíðarendakoti.

Aðalumfjöllunarefni fyrirlesaranna var tækniþróun í heilbrigðiskerfinu, þá sérstaklega gervigreindin og hvernig hún mun koma til með að létta störf í umönnun. Kristín Sól Ólafsdóttir róbótahugbúnaðarverkfræðingur kynnti hönnun og þróun róbóta í umönnunarstörfum, sem fyrirtækið F&P Robotics í Sviss er að vinna að, þar sem markmiðið er fyrst og fremst að bæta lífsgæði fólks og létta störf.

Heilbrigð öldrun og gott heilsufar eldri borgara var líka til umræðu og svo hvernig velferðartækni í þróun getur séð til þess að fólk geti búið lengur heima hjá sér. Þá var félagslíf aldraðra sérstaklega rætt og hversu mikilvægt það er að halda félagslegri virkni á efri árum til að sporna við þróun sjúkdóma og einmannaleika. Í því samhengi var uppbygging lífsgæðakjarna DAS fyrir eldri borgara kynnt og hvernig kjarnarnir styðja við sjálfstæða búsetu eldri borgara og efla félagslíf.

Allir fyrirlesarar sem fram komu voru sammála um að til að geta mætt þeim miklu áskorunum sem fram undan eru í málefnum aldraðra þarf samstöðu og samvinnu margra aðila.

Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa fyrir þjónustuþega, íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.