Markmiðið með dagendurhæfingu á Hrafnistu er að auka eða viðhalda færni einstaklingsins til áframhaldandi sjálfstæðrar búsetu. Það er gert með markvissri endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og/eða iðjuþjálfum þar sem þjálfun er veitt í samræmi við mismunandi þarfir einstaklingsins. Einstaklingar koma að morgni og fléttast inn í það skipulagða starf sem fram fer á Hrafnistu og fara síðan aftur heim að kvöldi. Mismunandi þarfir einstaklinganna ráða mestu um hversu mikið þeir nýta dagendurhæfinguna.
Hér að neðan getur þú sótt um Dagendurhæfingu á Hrafnistu Laugarási.