Markmið almennrar dagdvalar á Hrafnistuheimilunum er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun hans. Með dagdvölinni er mögulegt að lengja þann tíma sem aldraðir geta búið heima. Einstaklingar koma að morgni og fléttast inn í það skipulagða starf sem fram fer á Hrafnistu og fara síðan aftur heim seinni part dags. Mismunandi þarfir einstaklinganna ráða mestu um hversu mikið þeir nýta dagdvölina.
Hér að neðan getur þú sótt um Dagdvöl á Hrafnistu Hraunvangi.