Hverjir eiga kost á að koma í dagþjónustu?
Einstaklingar 67 ára og eldri sem búa heima geta sótt um að komast í dagþjónustu.
Hvernig sæki ég um dagþjónustu?
Sótt er um almenna dagdvöl og dagendurhæfingu á heimasíðu Hrafnistu.
Umsóknir um sérhæfða dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma eru í gegnum minnismóttökuna á Landakoti.
Hver eru næstu skref?
Hrafnista hefur samband við umsækjanda þegar hann fær úthlutað plássi í dagþjónustu.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
Dagþjónusta veitir upplýsingar um það sem þarf að taka með í dagþjónustuna.
Er akstursþjónusta í boði?
Gestir í dagþjónustu eru sóttir heim að morgni og keyrðir heim aftur seinni part dags.
Hvar er dagþjónusta í boði?
Almenn dagdvöl er í boði á Hrafnistu Hraunvangi, Sléttuvegi, Boðaþingi og Ísafold.
Dagendurhæfing er í boði á Hrafnistu Laugarási.
Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma er í boði á Hrafnistu Laugarási og Ísafold.
Hversu lengi er hægt að vera í dagþjónustu?
Almenn dagdvöl er ótímabundin.
Dagendurhæfing stendur yfir í 8-10 vikur.
Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma er ótímabundin.