Það var fjölmenni við opnun málverkasýningar í Boðanum, Hrafnistu Boðaþingi, í vikunni þegar myndlistarmaðurinn Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði dyrnar að glænýrri listasýningu sinni. Steinþór er fæddur á Ísafirði 18. júlí árið 1925 og fangar því 100 ára afmæli sínu í dag.
Náttúruöflin eru mikill áhrifavaldur í listsköpun Steinþórs. Það er greinilegt að virðing og aðdáun hans á náttúruöflum má rekja til barnæskunnar þegar hann lýsir æskuminningu af veru sinni í sveit, lítill polli á skinnskóm sem gætti sauðfjár og upplifunina af því að ganga einn á eftir kindum á þverhníptum blautum bjargbrúnum.
Steinþór er menntaður málarameistari og starfaði við það samhliða listinni. Hann hefur í gegnum tíðina farið í námsferðir tengdar myndlistinni víða um heim, tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið tugi einkasýninga hér á landi og einnig í Noregi og Danmörku.
Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason voru meðal sýningargesta á opnuninni og færðu Steinþóri afmæliskveðju í tilefni af aldarafmælinu.