Verkefnastjóri á hjúkrunardeild – Nesvellir

Hrafnista Nesvöllum óskar eftir að ráða til sín verkefnastjóra á hjúkrunardeild í 100% starfshlutfall.

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild vinnur náið með deildarstjórum og forstöðumanni og sinnir vaktaskýrslugerð, aðstoðar við ráðningar og móttökuferli á nýliðum auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum sem til falla á deildunum og heimilinu öllu.

Framundan eru spennandi tímar á Nesvöllum en í vetur fer heimilið úr einni deild með 60 íbúa í þrjár deildir með samtals 140. Um leið flytja íbúar á Hrafnistu Hlévangi yfir á Nesvelli.

Stefnt er á að nýjar deildir verði teknar í notkun undir lok árs og leitum við því að öflugum aðila til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.

Við leitum af jákvæðum, sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í skemmtilegu og lifandi umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Gerð vaktarskýrslna og eftirlit með tímaskráningum
  • Eftirlit og skráning á orlofi, vinnuskyldu og þ.h.
  • Aðstoð við ráðningar og móttöku nýs starfsfólks
  • Fjölbreytt verkefni sem snúa að starfsemi heimilisins
  • Almenn ritarastörf og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af vaktaskýrslugerð eða haldbær reynsla í vaktavinnu á hjúkrunardeild kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
  • Góð tölvufærni nauðsynleg
  • Jákvæðni, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
  • Nákvæmni og skipulagshæfni
  • Góð greiningarhæfni
  • Þekking á kjarasamningum er kostur

Fríðindi í starfi:

  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Heitur matur í hádeginu
  • Fjölskylduvænt og sveigjanlegt starfsumhverfi

Aðrar upplýsingar:

Hrafnista rekur átta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Þau eru Laugarás, Sléttuvegur, Skógarbær, Boðaþing, Ísafold, Hraunvangur, Hlévangur og Nesvellir.

Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðrir þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin er hjartað í starfseminni en samhliða er unnið að verkefnum sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna.

Einkunnarorð okkar eru að við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar

Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.

Allar nánari upplýsingar veitir Þuríður Ingibjörg Elísdóttir forstöðumaður heimilisins (thuridur.elisdottir@hrafnista.is).

Umsóknarfrestur: 17.09.2025
Tegund: Fullt starf
Staðsetning: Hrafnista Nesvellir

Hjúkrunar- og læknanemar – Laugarás

Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða til sín hjúkrunarnema á öðru ári og/eða læknanema á 3. ári í hlutastarf. Nemar sem hafa lokið lyfjafræði geta tekið hjúkrunarvaktir undir leiðsögn hjúkrunarfræð...
Umsóknarfrestur: 06.09.2025
Staðsetning: Hrafnista

Starfsmaður í borðsal – Hrafnista Laugarási

Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan einstakling í borðsal heimilisins.  Um tímabundið starf er að ræða í 6-8 mánuði. Starfshlutfall er 100% og kemur viðkomandi ti...
Umsóknarfrestur: 07.09.2025
Staðsetning: Hrafnista Laugarás

Ert þú sjúkraþjálfari eða með BS í sjúkraþjálfun?

Ert þú sjúkraþjálfari eða með BS í sjúkraþjálfun og langar að vinna í öflugu teymi? Hrafnista óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara eða áhugasaman aðila með BS í sjúkraþjálfun í sjúkraþjálfunarteymi á Hr...
Umsóknarfrestur: 09.09.2025
Staðsetning: Hrafnista Hraunvangur

Framtíðarstarf í umönnun – Ísafold

Hrafnista Ísafold í Garðabæ leitar að öflugu framtíðarstarfsfólki í fjölbreytt umönnunarstörf. Um er að ræða 80-100% starf í vaktavinnu. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið dagvaktir í bland við aðr...
Umsóknarfrestur: 16.09.2025
Staðsetning: Hrafnista Ísafold

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar- Hrafnista Nesvellir

Hefur þú áhuga á að prófa þig áfram í stjórnunarstöðu en vilt á sama tíma fá að sinna hjúkrun? Þá erum við mögulega að leita að þér. Hrafnista Nesvöllum óskar eftir að ráða til sín aðstoðardeildarstjó...
Umsóknarfrestur: 15.09.2025
Staðsetning: Hrafnista Nesvellir
Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa fyrir þjónustuþega, íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.