Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Hrafnistu en sérð ekki auglýst starf sem hentar þér?
Sæktu þá um hér.
Hrafnista Laugarás, Ísafold, Hraunvangur og Hrafnistuheimilin í Reykjanesbæ óska eftir að ráða til sín hjúkrunar- og læknanema af öllum árum í sumarafleysingu.
Nemar sem hafa lokið lyfjafræði geta tekið hjúkrunarvaktir undir leiðsögn hjúkrunarfræðings.
Í boði er fölbreyttur vinnutími og fjölbreyttar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu, jafnframt eru tvö Hrafnistuheimili í Reykjanesbæ.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Hrafnista rekur átta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Þau eru Laugarás, Sléttuvegur, Skógarbær, Boðaþing, Ísafold, Hraunvangur, Hlévangur og Nesvellir.
Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðrir þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin er hjartað í starfseminni en samhliða er unnið að verkefnum sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna.
– Einkunnarorð okkar eru að við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar –
Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Freyja Rúnarsdóttir, mannauðsráðgjafi (freyja.runarsdottir@hrafnista.is)