Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu deildarstjóra í sérhæfða dagþjálfun í Laugarási.
Sérhæfð dagþjálfun er ætluð einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Tilgangurinn er að styðja við sjálfstæða búsetu eins og lengi og hægt er, viðhalda og/eða auka færni þjónustuþega, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.
Deildarstjóri dagþjálfunar er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar og hæfniskröfur
Hrafnista rekur átta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Þau eru Laugarás, Sléttuvegur, Skógarbær, Boðaþing, Ísafold, Hraunvangur, Hlévangur og Nesvellir.
Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðrir þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin er hjartað í starfseminni en samhliða er unnið að verkefnum sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna.
– Einkunnarorð okkar eru að við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar –
Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður í Laugarási (sigrun.stefansdottir@hrafnista.is)