Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Hrafnistu en sérð ekki auglýst starf sem hentar þér?
Sæktu þá um hér.
Hrafnista Boðaþingi óskar eftir að ráða deilldarstjóra dagdeildar og þjónustumiðstöðvar á Hrafnistu við Boðaþing.
Um tímabundið starf er að ræða í u.þ.b. eitt ár.
Deildarstjórinn ber ábyrgð á þjónustu og rekstri dagdvalar annars vegar og hins vegar þjónustu- og félagsmiðstöðvarinnar Boðans. Gestir dagdvalar eru um 30 talsins og fer þar fram öflugt starf þar sem markmiðið er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun hans,. Þjónustu- og félagsmiðstöðin Boðinn er opið úrræði þar sem gestum gefst kostur á að taka þátt í opnu félagsstarfi og þiggja þá fjölbreyttu þjónustu sem Boðinn býður upp á. Þjónustumiðstöðin heldur einnig utan um borðsal Boðans en þar gefst þjónustuþegum kostur á að kaupa sér hádegismat o.fl.
Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að veita framúrskarandi og faglega þjónustu til þjónustuþega.
Deildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Hrafnista rekur átta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Þau eru Laugarás, Sléttuvegur, Skógarbær, Boðaþing, Ísafold, Hraunvangur, Hlévangur og Nesvellir.
Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðrir þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin er hjartað í starfseminni en samhliða er unnið að verkefnum sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna.
– Einkunnarorð okkar eru að við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar –
Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður (kristrun.benediktsdottir@hrafnista.is).