Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Hrafnistu en sérð ekki auglýst starf sem hentar þér?
Sæktu þá um hér.
Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða til sín aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar í 80-100% starf.
Ef þú hefur áhuga á að prófa þig áfram í stjórnendastöðu en á sama tíma fá að sinna hjúkrun og standa vaktir er þetta rétta tækifærið fyrir þig.
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri stendur hjúkrunarvaktir og er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og aðstoðar við ýmis verkefni tengd rekstri og stjórnun deildar. Um er að ræða deildina Miklatorg og Engey þar sem samtals 40 íbúar búa. Aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar eru sömuleiðis með ákveðin fagleg ábyrgðarsvið á deildinni og er vaktafyrirkomulag eftir samkomulagi.
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
Hrafnista rekur 7 hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Þau eru Laugarás, Sléttuvegur, Skógarbær, Boðaþing, Ísafold, Hraunvangur og Nesvellir.
Markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðrir þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk. Hugmyndafræðin er hjartað í starfseminni en samhliða er unnið að verkefnum sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna.
– Einkunnarorð okkar eru að við vinnum á heimili íbúa, þeir búa ekki á vinnustaðnum okkar –
Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási (sigrun.stefansdottir@hrafnista.is).
